Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 98
<)6
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
um eftir dreifingu (á 2. reit fyrst næsla vor) og svo aftur
síðar.
Samanburður á 1. og 2. reit sýnir, að gott er að vinna að
nokkru á strax að haustinu. Reitir 3 og 4 sýna hins vegar,
að það er engin bót að því að fíndreifa áburðinum á vorin
betur en gert er við úrmokstur og að betur reynist að láta
hann bíða nokkuð og þorrna, áður en unnið er á.
Ávinnslan er mikið vandaverk. Er það mjög mikilvægt, að
bún sé framkvæmd, þegar áburðurinn er farinn að þorrna
það mikið, að liann mylst vel. Sé hann of blautur, vill hann
klessast og mynda skánir. Sé hann of þurr, mylst hann illa
ofan í. í þurrkatíð má oft ekki skakka heilum degi hvað þá
meiru, og má ekki láta slíkt tækifæri ganga úr greipum sér,
ef nokkur kostur er á. Venjulegast þarf að vinna á oftar en
einu sinni hvert vor. Skal það gert með stuttu millibili, ef
þurrt veður er, svo að áburðurinn harðni ekki um of. Má ])á
oft ekki líða á milli meira en 1—3 dagar. Sumir hafa grófan
slóða (hlekkjaslóða) til að fara með yi'ir í fyrra skiptið, en
nota gaddavírsslóða hið síðara.
Algengustu verkfærin til ávinnslu munu gaddavtrsslóði og
hrisslóði. Eru það svo alþekkt áhöld, að ekki gerist þörf að
lýsa þeim hér.1) Sumir nota erlend ávinnsluherfi, og eru þau
sízt betri en þessi innlendu áhöld. Á það skal bent, að víða
mætti hafa slóðana stærri. Eru þeir almennt hafðir eklci
stærri en svo, að hæfilegt sé fyrir 1—2 hesta, en þar sem tún
eru slétt og stór, ætli að nota ekki minni slóða en fyrir
3—4 hesta. Er þá hægt að framkvæma slóðadráttinn á
skömmum tíma, en það er ol't nauðsynlegt, ekki aðeins til
þess að flýta fyrir verkinu almennt, heldur einnig til þcss
að góður árangur náist og sumt af áburðinum harðni ekki
um of.
d. Túnhreinsun. Ef vel lánast með ávinnslu, er aðeins um
mjög lilla túnhreinsun að ræða. Víðast mun þó þurfa að raka
yfir túnin, og er það allmikið verk. Áður var það gert með
klárum og hreinsað mjög vandlega, en á síðari árum er liætt
að nota þær og hrífur hafðar í staðinn. Mikið væri unnið við
það að geta hreinsað túnin með fljótvirkari aðferðum. Hefur
1) Gaddavirsslóði var fyrst búinn til, svo að vitað sé, af Stcfáni
Jónssyni, bónda á Reykjuin í Mosfcllssveit, árið 1908.