Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 62
60
B Ú F R Æ1) I N G U R I N N
Stærð þess er talin hæfileg 4—5 m1 2 á nautgrip eftir því,
hvort aðeins saurinn er geymdur í því eða mykjan öll. Gert
er ráð fyrir, að veggir þess þurfi að vera minnst 1 m á hæð.
Er það þó fulllítið, ef mykjan er horin á aðeins einu sinni á
ári. Þó má „bera hauginn upp“, ef mykjan er sæmilega þykk,
svo að hann verði allmiklu hærri en veggir hans, svo og má
gera botninn vel skálmyndaðan. I eftirfarandi áætlun verður
gert ráð fyrir 5 mr fyrir hvern nautgrip, þótt aðeins sé fyrir
saur.
Gcrð haugstæðanna þarf að vera lík og um haughús væri
að ræða. Veggirnir þurfa að vera 25 cm þykkir að neðan, en
20 cm að ofan, og nauðsynlegt er að grafa vel fyrir þeim,
svo að frost komist ekki undir þá og sprengi. Er meiri hætta
á þessu en við haughús, því að þar er meiri hiti innan frá.
Þarf því að vanda allan frágang við grunninn öllu betur en
við haughús. Gott er að hafa bolninn skálmyndaðan, þannig
að honum halli að miðju og sé þar 30—40 cm lægri en við
veggi. Þykkt gólfsins sé 8 cm, en vel lagt undir með grjóti.
í mótin er gott að hafa fleka svo breiða, að nóg sé að færa
þá einu sinni upp.
Um dyr haugstæðanna þarf að búa á líkan hátt og dyr
haughúsa. En verði því ekki við komið, t. d. í gömluni haug-
stæðum úr torfi, má lilaða upp í dyrnar með hnausum og
setja lag af íburði þar fyrir innan. Getur það komið í veg íyrir
tap á mykjulegi.
Koslnaðiir. Gera má ráð fyrir, að hver m2 í haugstæðisvegg
kosti 36—41 kr., en gólfið líkt og i haughúsi. Haugstæði, sem
er 7 X 7,15 m með 1,20 m háum veggjum frá grunni (1,0 m
nothæfir veggir), ætti þá að kosta sem hér segir:
Veggir 32 m2 X 38,00 ........................... kr. 1216.00
Gólf 50 m2 X 14,30 ............................. — 715,00
AIIs kr. 1931.00
Styrkurinn nemur kr. 142,50ý) þannig að þetta kostar
bóndann um 1800 kr. 6% vextir og fyrning af þeirri upphæð
er kr. 108.00, og er þetta því ólíkt ódýrara en hauglnisið. Víða
hér á Iandi eru gömul haugstæði ýmist án umgerðar eða með
hlöðnum torl'veggjum. Sums staðar eru þau flórlögð og sæmi-
1) Kkki má veita styrk á liaugstæði, nema safngryija sé til fyrir
kúaþvagið.