Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 180
178
B U F R Æ Ð 1 N G U R I N N
Dómfyrirkomulag um glímubikar Hvanneyringa.
Stig skal gefa í hverri glímu frá 0—10 fyrir glimuhæfni og 5
stig fyrir hverja unna glímu. Sá keppamli vinnur glímuna, sem
fær samanlagt fyrir glímuhæfni og unnar glímur flest stig, þegar
tekið er ineðaltal af einkunnum allra dómenda. VerSi keppendur
jafnir aS stigum, skulu þeir glima til úrslita.
Þessi eru þau atriSi, er fegurSarglímudómarar1) skulu einkum
taka tillit til viS glímuliæfni:
1. hrögS, 2. varnir, 3. dregskapur, 4. fas glímumanns og fram-
koma, 5. snarræSi, 0. staSa í glímunni og stígandi.
Skólinn kann Kjartani Bergmann hinar beztu þakkir fyrir
komu sína hingaS og starf hans hér í þágu glímunnar, enn fremur
nemendum fyrir lofsverSan áhuga á aS halda uppi heiSri íslenzku
glímunnar. Mætti þetta færa sem flestum heim sanninn um, aS
glíman er ekki dauS íþrótt hér á landi enn og þarf sizt aS vera
]iaS í skólum landsins.
Þættir um starfsmenn skólans.
Guðmundur Jónsson kennari varS fertugur 2. marz siSastliSinn.
Hann hefur starfaS sem einn aSalkennari skólans síSan haustiS
1928. Jafnframt kennarastarfinu veitir hann forstöSu Búreikn-
ingaskrifstofu ríkisins. Hann er ritstjóri BúfræSingsins fyrir hönd
Hvanneyrings. Hann var stofnandi þess rits og útgefandi til ársins
1938. Eg þakka GuSmundi kennara fyrir störf hans i þágu skóla
okkar og vona, aS skólinn megi njóta starfskrafta hans um ára-
tugi enn.
Ráðsmannsskipti. SiSastliSiS vor lét Hjörtur Jónsson ráSsmaSur
af starfi sínu hér og fluttist aS Melavöllum í Sogamýri viS Reykja-
vík. Hjörtur var ráSsmaSur og kennari fFá 1932. ViS ráðsmynns-
starfinu hefur tekið Guðmundur Jóhannesson frá HerjólfsstöSum
í V.-Skaftafellssýslu. Hann kennir einnig aktygja- og járnsmíði viS
skólann. GuSmundur útskrifaðist héðan 1938. Hann hefur verið
fjósameislari hér tvö ár siðan og eitt ár á búgarði í Danmörku.
Um leið og skólinn þakkar Hirti fyrir störf hans liér á Hvanneyri
og árnar honuin allra heilla i framtíðinni, hjóSum við GuSmund
Jóhannesson velkominn í ráðsmannsstarfið.
Runólfur Sveinsson
1) Ætlazt til, að 1 maður dæmi um byltur, en 3 menn um glímu-
hæfni (ef því verður við komið).