Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 28
2(5
BÚFRÆÐINGURINN
telja, að hvert tonn af þurrum mó krefji um 2—3 dagsverk í
vinnu. Til þess að fullþurrlca upp mykju mun þurfa elcki
minna en 1,5 kg af þurrum mó á dag á kú, en sé saur og þvag
íiðskilið, varla meira en um þriðjung af því, eða um 200 kg
á livern nautgrip á ári. Bóndi, sem hefur 10 nautgripi í fjósi
og geymir saur og þvag aðskilið, á því að þurfa um 2 tonn af
mómold til iburðar í fjósið. Vinna við það er 4—6 dagsverk.
Fyrir liesta þarf heldur minna en nautgripi.
í mómold er um 0,8% lcöfnunarefni, en mjög lítið af fos-
fórsýru og kalí. Samkvæmt tilraunum við Aarslev í Danmörku
eru verkanir mómoldar til áburðar um Vio af notagildi kúa-
mykju, miðað við sömu ])yngd. Mómold gerir kúamykju laus-
ari í sér og flýtir þannig fyrir rotnun hennar.
b. Mold. Þar, sem ekki er völ á mómold til íburðar, má not-
ast við gamalt rof eða mýrarhnausa, sem hlaðið er upp í
hrauka og stráð dálitlu af kalki í. Rotna þeir þá fljótar og
eru síðan malaðir. Þessi íhurður er hentugastur til að bera í
haugstæði eða í flór, þar sem mykjan er geymd hlönduð.
Mold bindur lítið af raka (ekki meira en helming á móts við
mó), en hún megnar að halda í sér nokkru af rokkenndum
efnum áburðarins. Moldin hefur talsvert af verðmætum efn-
um, er losna úr læðingi við rotnun áburðarins. Hún molnar
betur, ef liún hefur orðið fyrir áhrifum frosts.
c. Moð og salli er allvíða notað til íburðar. Það gerir legu-
rúm dýranna mjúkt og hlýtt, en drekkur lílið í sig al' raka
og varðveitir stækju áburðarins illa. Það er því ekki eins
henlugt fyrir áburðinn og l. d. mómold.
d. Sag er talið gott í legurúm dýranna og sæmilegt fyrir
áburðinn. Það sýgur í sig 3—4 þyngdir sínar af vatni.
e. Hálmur er mikið notaður lil íburðar erlendis, en hér á
landi kemur það tæj)lega til greina, því að flestir kornyrkju-
menn sjá sér hag í því að nota hálminn til fóðurs. Hann sýgur
í sig 1,5—4,5 þyngdir sínar af vatni, en bindur stækjuna illa.
f. Aska er sums staðar notuð ný til íburðar í fjós. Hún er
í alla staði mjög lélegur íburður hæði fyrir slcepnurnar og
áburðinn. Hún bindur illa raka og virðist aulca tap stækj-
unnar úr áburðinum. Það ætti því aldrei að nota nýja ösku