Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 143
Samvinna um skógrækt.
Eftir Grím Gíslason, Saurbæ í Vatnsdal.
Þótt slcilningur manna sé nú eflaust orðinn almennur á
gagnsemi skógræktar, mun mikið vanta á, að nógu almennt
sé unnið að henni. — Mun þar miklu valda deyfðin um að
hel'jast handa og fjárhagslegt getuleysi, því að fyrsta skil-
yrði hvers konar trjáræktar er alger friðun. En girðingar,
livort sem þær eru um trjáreiti við bæi eða stærri trjáræktar-
svæði, kosta mikið fé. Það skal þó tekið fram, að ol't mun
vera ha>gt að fá stuðning til þessara framkvæmda liæði sam-
kvæmt lögum um skógrækt ríkisins og einnig samkvæmt
skipulagsskrá ýmissa sjóða.
En tilgangur minn með þessum línum er ekki só að ræða
um skógrækt almennt, heldur vildi ég vekja athygli á leið,
sem ég held, að sé heppileg til framgangs þessu þjóðþrifa-
og menningarmáli.
í tveim hreppum hér í Austur-Húnavatnssýslu hefur tek-
izt samvinna milli þriggja starfandi félaga um að vin'na að
skógrækt. Eru það ungmennafélög, kvenfélög, og búnaðar-
félög. Markmiðið samrýmist vel stefnuskrá allra þessara fé-
laga, enda vinna þau mörg að þessum málum og grípa
þannig hvert inn á annars verksvið. Með ])ví, að allir ]>essir
aðilar vinni saman að sameiginlegu marki, vinnst inargt,
og þó einkum tvennt: Að öðru jöfnu verður það átak stærra,
sem fleiri standa að, a. m. k. svo framarlega sem allir eru
samtaka. í öðru lagi er fyrirbyggt, að á milli þessara aðila
myndist togstreita, sem auðveldlega getur orðið málinu til
ógagns.
Það voru Bólhlíðingar, sem riðu á vaðið með þessa sam-
vinnu. f hreppnum er starfandi nefnd, skipuð þrem mönn-
um, einum frá hverju framangl-eindra félaga, og á hún að
samrýma starfsemi félaganna og þeirra heimila, sem eitthvað
vilja á sig leggja lil þess að koma upp skrúðgörðum við