Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 39
BÚFRÆÐINGURINN
37
a. í áburðarhúsi (haughúsi eða þvagþró).
b. í haug undir beru lofti.
Ekki er unnt að segja um það með nokkurri vissu, hversu
mikið af áburði hér á landi er geyint með hverri þessara
aðferða. En með tillili til ])ess, meðal annars, sem sagt er
um áburðarhús á 4. bls. hér að framan, vil ég áætla, að til
muni vera áburðarlnis, þar með taldar steyptar þrær undir
grindum í fjárhúsum, yfir um 40% af búl'járáburði lands-
manna, 40% muni vera geymt í haugum undir beru lot'ti og
um 20% sem tað undir búfénu.
Allar þessar aðferðir geta á vissan hátt átt rétl á sér, jafn-
vel fleiri eða færri af þeiin á sama bæ og sama tima. Verður
því farið um þær allar nokkrum orðum. I því sambandi skal
minnt á það, að samanborið við ])yngd eða rúmmál er bú-
íjáráburður ekki dýrt efni. Þess vegna þolir hann ekki mik-
inn kostnað við geymsluna, hvorki i byggingum eða vinnu.
Það verður því að teljast mikill kostur við alla geymslu
áburðar, að hún sé ódýr og auðveld í notkun.
Á það skal minnt hér, sein áður hefur lauslega verið
drepið á, að verðmæt efni áburðarins geta tapazt á tvo vegu:
i lagarkenndu og loftkenndu ástandi. Öll verðmæt efni áburð-
arins: köfnunarefni, fosfórsýra og kalí, geta tapazt uppleyst
í vatni, það er, með áburðarlegi. Þelia má konm i veg fgrir i
lwers konar lagarheldri áburðargegmslu, hvort sem er haug-
lnis, safníor, haugstæði eða búpeningshúsin sjálf. Þetta má
jafnvel hindra að mestu í óvönduðum ólagarheldum haug-
stæðum, ef nægilegur iburður er fyrir hendi.
Aðeins köfnarefnið getur tapazt í loftkenndu ástandi, —
stækju. Og þar sem það er verðmætasta et'ni áburðarins,
verður við geymslu hans að leggja megináherzlu á að varð-
veita það.
1. Áburðurinn geymdur undir húfénu sem tað.
Hér á landi er það einkum sauðataðið, sem þannig er
geymt, og viða einnig hrossataðið. Þegar áburðurinn er
geymdur á þennan hátt, er nauðsynlegt að nota svo mikið
af iburði, að legurúm dýranna verði þurrt og hlýtt og loft-
tegundir þær, sem myndast við gerð áburðarins, geti bundizt
svo sem kostur er á. Þetta er nauðsynlegt bæði vegna heil-
brigði búfjárins og gæða áburðarins.