Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 68
66
B U F R Æ Ð I N G U R I N N
að hægt sé að taka hann upp. Slík hús seni þetta kostuðu á
Höfða í Dýrafirði árið 1936 um 5500 kr. Rúma þau 100 fjár.
Um % hluti kostnaðarins var efni.1)
Hrossatað. Ef ekki er hægt að koma því við að geyma
áburðinn í áburðarhúsi, helzt blandaðan kúamykju, tel ég
réttast að hafa hann úti í haug. Skal þá mokað undan hest-
unum, helzt daglega, teknir fyrir smástallar i haugstæðinu,
eins og getið var um hér að framan, og áburðinum þjappað
þar vel saman. Moka skal snjó burtu af stöllum þessum, ef
um hann er að ræða, áður en áburðurinn er fluttur þangað.
Á þennan hátt frýs áburðurinn fljótlega og helzt kaldur fram
eftir vori, meðan frost er í haugnum. Gerð er því Iílil eða
efnatap þann tíma.
Sumir geyma áburðinn undir hestunum lengri eða skemmri
tíma í einu. Tæplega er hægt að telja, að þetta sé nokkuð
betri geymsla en í sæmilega hirtum haug, jafnvel þótt íburð-
ur sé notaður. í hesthúsunum er oftast talsverður hiti. Er því
yfirleitt allmikil gerð í áburðinum, og stækjan, sem við hana
myndast, rýkur að meira eða minna leyti burtu strax eða
síðar, þegar áburðurinn er borinn á. En víðast mun skorta
mikið á það, að nægur íburður sé notaður, og er það þeim
mun verra fyrir áburðinn og þó einkum hrossin sjálf. Þeim
er ekki hollt að vaða skítinn upp í miðjan legg, liggja á blaut-
um áburði og anda að sér stækjufullu, röku lofti. Og jafnvel
þótt það væri sannað, að áburðurinn geymdist betur á þenn-
an hátt, væri það þó ekki réttmætt hrossanna vegna, nema
notaður sé mikill og góður íburður.
i. Hvernig er áburðurinn geymdur hér á landi? Það má óhætt
fullyrða, að hirðing kúamykju og hrossataðs er víðast slæm hér á
landi, en sauðataðsgeýmslan mun yfirleitt mega teljast viðunandi.
Samkvæmt athugunum höfundar á Snæfellsnesi og í Dölum
árið 1934 var hirðing kúamykju þannig:
1. flokks liirðing var hjá 6,9 % af bændum
2. — — — — 8,5------ —
3. — — — — 84,6 — — —
Rannsókn hjá Búnaðarsambandi Suðurlands árið 1937 gaf þess-
ar niðurstöður:
1) Einnig má búa svo um aðaldyr fjárhúsanna, að þær geti verið kerru-
gengar, þegar út er mokað, og ekki þurfi að beru áburðinn til dyra.