Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 92
flO
B Ú F R Æ }) I N G U R I N N
Tölurnar oru kg áburðar og hestburðir heys á ha. Þvaginu var
<lreift í maí. Auk meðaltalsins er sýndur árangur tvö einstök ár:
1927 1932 1926-32
Aburðarlaust ................................. 63 77 65
350 kg superfosfat ........................... 68 73 66
350 I- 150 kg kaliáb. + 200 kg Noregssaltp. 71 105 81
350 —-----(- 12000 1 l>vag óblandað ............ 72 105 79
350 —-----(- 12000 1 þvag + 6000 1 vatn .... 81 103 83
350 — + 12000 1 þvag + 12000 1 vatn .... 80 101 82
Arið 1927 kom ekkert regn fyrr en viku eftir dreifingu, og cykur
þá vatnsblöndun uppskeruna allverulega — eða úr 72 í 81 hest-
burð. Árið 1932 kom regn strax eftir dreifingu þvagsins. Þá er
onginn hagnaður að vatnsblöndun, frekar hið gagnstæða. Að
meðaltali i 7 ár er litils háltar hagnaður að vatnsblöndun, og er
þá nægilegt að setja 1 l vatns í 2 l ]>vatfs. Vatnið gerir upplausn
stækjunnar veikari og uppgufun ekki eins öra af þeirri ástæðu,
og blandað vatni samlagar þvagið sig betur þurri mold. En það
eykur verkið við dreifinguna allmilcið að blanda þvagið með vatni
og gryfjukostnað, sé það gert í geymslunni.
Þar sem vinnuaflið er ekki mjög dýrt og veðrátta er þurr-
viðrasöm, gctnr verið réttmætt að blanda þvagiÖ vatni, um
leið og því er ekið út (dæla vatni í forarkassann), 1 liluta
vatns á móti 2 af þvagi, en að öðruni lcosti svarar það ekki
kostnaði.
Um hinn fasta búfjáráburð gildir nokkuð öðru máli.
Hann er yfirleilt svo mikill, að ckki er unnt að aka honum
öllum út í hinu hentugasta veðri, heldur verður víðast hvar
að grípa tíma til þess, þegar ástæður leyfa, og oftar mun
áburðinum ekið úl í þurru veðri en regni. Þegar svo ber
undir, skyldi jafnan bera hlössin upp í hrúgur með sem
minnstri fyrirferð og slétta að utan með skóflu. Þetta er ekki
mikil fyrirhöfn, en við þetta vinnst tvennt: Yfirborð áburð-
arins verður minna, og við það minnlcar útgufiin stækjunnar,
og í öðru lagi hefur regnvaln síðnr tækifæri til þess að síga
niður í gegnum hlassið og þvo burtu auðleyst efni úr áburð-
inum niður í hlassstæðið. I slíkum uppbornum hrúgum
geymist áburðurinn eins vel og kostur er á, þar til að úr
honurn er mokað. Ef ckið cr út i rcgni, er bezt að moka úr
strax.
Flutningstæki. Hér á landi mun nú víðast farið að aka
áburði á tún i kerrum. En þar, sem langt er að aka, getur