Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 100
98
BÚFRÆÐINGURI N N
verður þeim mun meira, sem minna rignir og meira hlæs.
Og þar sem stækjan er verðmætasta efnasamband áburðar-
ins, sem meðal annars setur oft takmörk fyrir því, hvernig
önnur efni áburðarins notast, þá veltur á mjög miklu, að
þetta tap verði sem minnst. Þetta næst bezl með því að
koma áburðinum niður i moldina með plægingu eða herf-
ingu. Skal nú vikið að því og stuðzt við erlendar og inn-
lendar tilraunir.
Að plægja niðar áburðinn. Árið 1926 voru í Danmörku gerðar
tilraunir með að plægja niður búfjáráburð cftir mislangan tíma frá
dreifingu hans. Hér skal sýndur árangur af tilraunum þessum i
rófnaökrum (meðaltal frá 5 tilraunastöðvum, hlutfallstölur) :
1 skammtur plægður niður strax .............. 100
1 skammtur plægður niður eftir 6 klst........ 84
1 skammtur plægður niður eftir 1 sólarhring . . 71
1 skammtur plægður niður eftir 4 sólarhringa . 60
Vj skammtur plægður niður strax ............... 55
Tilraun þessi stóð aðeins eitt ár, og sýnir hún því aðeins fyrsta
árs verkanir áburðarins. Tap áburðarins cr tiltölulega mest fyrst,
en eftir 4 sólarhringa hefur hann misst nærri því helming af
fyrsta árs verkunum sínum. betta tap er vafalaust fyrst og fremst
slækja. Er þetta í fullu samræmi við það, sem áður er sagt um
uppgufun stækjunnar, að um 80% af henni getur tapazt úr áburð-
inum fyrstu dagana, er hann liggur úti á jarðveginum. Aldrei er
þó að fullu hægt að koma í veg fyrir stækjutap, því að í reynd-
inni verður sjaldan hægt að plægja áburðinn niður bókstaflega
strax, heldur líða venjulega minnst nokkrar klukkustundir, þar
lil að l)að er hægt, en eigi að síður er til mikils að vinna. Má í
stórum dráttum gera ráð fyrir, að í staðinn fyrir 3 kerruhlöss,
sem eru ])lægð niður eftir 4 sólarhringa, <Iugi 2, ef áburðurinn er
plægður niður fyrstu klukkustundirnar eftir dreifingu hans.
Tilraunir við Aarslev sýndu, að ekki er bót að því að plægja
áburðinn djúpt niður. 13—15 cm plógfarsdi/pl reyndist bezt, en
18 cm plógl'arsdýpt gaf títið eitt minni vaxtarauka eða um 3%.
lnnlend rcijnsla. Hér á landi hefur búfjáráburður frá því
í fornöld verið borinn ofan á jarðveginn, og vill ganga mis-
jafnlega að koma honum oi'an í grasrótina, eins og flestir
þekkja. Við allt það volk, er hann verður fyrir, hlýtur að
tapast úr honum verulegur hluti af auðleystu köfnunarefni
hans. Um langt skeið hefur það verið þekkt að rista ol'an af
og slétta á þann hátt túnþýfi, en bera um leið búfjáráburð