Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 17
BÚFRÆÐINGURINN
15
Það er athyglisvert, hversu hátt efnamagnið er i íslenzkri kúa-
mykju, einkum köfnunarefnið. Bendir það á auðmelt og gott fóð-
ur, en það var viðast hvar kjarngóð taða og nokluið af fóðurbæti,
mest síldarmjöli. Sauðataðið er líkt að efnamagni og norskt sauða-
tað, heldur auðugra, en lirossataðið er talsvert verra, einlcum er
magn fosfórsýrunnar og kalisins lágt.
Samkvæmt enskum og þýzkum rannsóknum er efnamagn ábufðarins
hér um hil þetta:
Köfnunarefni Fosforsyra Ifali Vatn
Kúamykja ............... 0,5 0,17 0,6 85,0
Sauðatað ............... 0,8 0,30 0,4 70,0
Hrossatað .............. 0,7 0,25 0,6 79,0
Þegar islenzku efnagreiningarnar eru bornar saman við þessar niður-
stöður, sést, að kúamykjan er mjög lík. Sauðataðið er það lika, nema
kalíið er meira í þvl íslenzka, en íslenzka hrossataðið er talsvert lakara.
Vatnsmagnið er svipað.
f danskri kúamykju er talið vera 0,5% köfnunarefni, 0,3% fosfór-
sýra og 0,4% kalí.
Satir og ]>vag ábnrðarins. Ofangreindar tölur eru flestar úr rann-
sókn á nýjum, blönduðum áburði. Eftirfarandi tafla-sýnir efna-
magn í saur og þvagi, hvoru fyrir sig. íslenzkar efnagreiningar hafa
aðeins verið gerðar á saur og þvagi kúamykju. Verða þvi einnig
sýndar norskar niðurstöður (Dirks).
Köfn.efni Fosfórsýra Kalí Vatn
Saur Þvag Saur Þvag Saur Þvag Saur Þvag
ísl. kúamykja .. . 0,47 0,82 0,16 0,01 0,34 1,70 83,3 tr
Norsk kúamykja . 0,27 0,03 0,16 ft 0,10 1,30 85,0 93,8
Norskt sauðatað . 0,53 1,35 0,30 0,01 0,14 1,70 66,7 88,3
Norskt hrossatað 0,38 1,65 0,35 ff 0,35 1,56 ff fr
Taflan sýnir, að efnasamsetning á saur og þva igi er mjög ólík.
Köfnunarefnið er hlutfallslega mcira í þvaginu, en þó einnig all-
mikið af því i saurnum. Fosfórinn er næstum allur i sanrntim, en
kalíið að mestu Jeyti í þvaginu. Saur og þvag er því hvort fyrir sig
of einhliða áburður, til þess að hægt sé að nota hann einvörðungu
ár eftir ár á sama blettinn. Þar, sem borið er á þvag, þarf jafnframt
að nota fosfórsýruáburð, en þegar notaður er saur eingöngu, þarf
að bæta hann upp með auðleystu köfnunarefni og ef til vill lcaii,
en það efni vantar raunar sízt í íslenzka mold.
Það skal einnig tekið fram, að efnin í þvaginn eru miklu auð-
leystari en í saurnum, og verður sá mismunur auðskilinn, þegar
athuguð er myndun áburðarins, svo sem áður hefur verið lýst.
Einnig af þeirri áslæðu er þvagið miklu sterkari áburður en saur-
inn, og riður þvi einkum á þvi að geyma það vel.
Við geymslu áburðarins rýrnar hann ávallt nokkuð. Það, sem