Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 66
64
BÚFRÆÐINGURINN
blandað saman við áburðinn undir hrossunum nema þar, sem
flór er, þá er viðhöfð sama aðferð og í fjósum. Á þennan hátt
er áburðarleginum varnað þess að renna burt.
Við Aarslev voru gerðar tilraunir ineð ]iað að dreifa áburðinum
lauslega um í geymslustaðnum, eins og viðast mun vera venja,
og hins vegar að bera hann upp í stalla og troða hann saman. í
iiaugstæði reyndist þetta á þá lund, að köfnunarefnistapið varð
7,5% í troðnum áburði, en 11,5% i lausum áburði. Uppskeru-
magnið fór í sömu átt, en munurinn var þó minni, eða 1,4%, miðað
við vaxtarauka. í haughúsi var tap köfnunarefnis 5,9% í troðn-
um áburði, en 12,0% í lausum áburði. En uppskerumagnið fór i
öfuga átt. Vaxtaraukinn varð 2,8% minni af troðnum áburði.
Samkvæmt þessu virðist ekki á.stwðn iil að farn á annan
liátt með ábnrðinn i haughúsum en getið er um í sambandi
við íburð, enda er víðast hvar ógerlegt að komast að því. /
haugum skgldi jafnan taka fijrir smástalla í einu, setja fyrst
lag af iburði í botninn á haugstæðinu og bera svo þann stall
upp i fulla hæð og þjappa áburðinum saman. I snjóalögum
á vetrum þarf að moka úr stöllunum, þegar í þá fennir, svo
að snjór verði ekki inni í óburðarhaugnum. Rétl getur verið
að fylla haugstæðið aðeins upp lil hálfs að sumrinu, en hæta
svo oí'an á að vetrinum. Minnkar það aðfenni. Þannig er
hægt að minnka vatnið í áburðarhaugnum og myndun mykju-
lagar, sem gæti runnið burt með verðmæt áburðarefni.
Þegar áburðurinn er geymdur blandaður, mun það vera
hagnaður að þekja áburðarhauginn með svo sein 25 cm
þykku lagi af íburði, helzt mómold. Skal hún vera rök, svo
að hún bindi stækjuna betur. En sé saurinn geymdur sér, er
vafasamt, hvort þetta hefur þýðingu. Aarslevtilraunirnar
sýndu þá engan hagnað við þessa aðgerð, jafnvel frekar hið
gagnstæða.
Áríðandi er að bera hauginn vel upp og slétta hann að utan,
svo að vatn gangi síður í hann. Vel upp borinn haugur gelur
verið þrifalegur og ekki til lýta á neinu heimili, en illa hirt-
ur haugur er hverjum bónda til vansæmdar, því að þar kem-
ur frekar til greina óvandvirkni og hirðuleysi en mikil fyrir-
höl'n eða kostnaður.
f Þýzkaiandi liefur vel gefizt með búfjáráburð að leggja liann fyrst
laust, láta hitna í lionum upp í 60—75°, en setja svo farg á hann líkt
og vothey. Stanzar l>á gerðin, en við liana hafa ýmis torleyst sambönd
leystst í sundur. Til þessa þarf talsvcrðan úthúnað og því varla hægt að