Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 90
88
BÚFRÆÐINGURINN
eða i frosti og setja áburðinn i hlöss, eitt kerruhlass í stað.
Skal bera þau upp og slétta að utan með skóflu. Frýs áburð-
urinn og efnatap verður lítið. Er svo mokað úr að vori, þegar
þítt er orðið. Þessi aðferð getur oft verið handhæg með hrossa-
tað, þar sem það er ekki geyml í áburðarhúsi. Eins og getið er
um hér að fráman, er ekki æskilegt að geyma áburðinn undir
hrossunum, heldur moka undan þeim iðulega. Getur þá oft
verið hentugt að fara með áburðinn beint út á tún. Hið sama
gildir, þegar sauðfjáráburði er mokað undan grindum að vetri
til. Sé áburðargeymslan léleg, gæti einnig komið til greina að
aka myk ju á tún að vetrarlagi, einkum ef það hentaði betur
vinnuafli heimilisins.
Á vorin. Þá skyldi bera á svo snemma sem unnt er, strax
og snjóa hefur leyst og leysingavatn er að mestu runnið af
svæðinu. Bezt er ]>ví að velja fyrst til áburðar þá hletti, sem
eru flatlendir og snjóléttir. Þeir eru oft einnig þurrastir og
skemmast sízt af umferð snemrna vors. 1 snjóléttari héruðum
hér á landi mun oft hægt að byrja að bera á tún um miðjan
apríl eða fyrr.
/ ni'/rækt mun hentugast að bera um leið og hún er unnin til
fullnustu. Er þá bezt að plægja áburðinn niður, ef unnt er, en
herfa ella með mikið skekktu diskherfi. Skyldi koma áburð-
inum þannig niður í moldina sem allra fyrst, eftir að honum
er ekið út, helzt sama daginn.
/ garða skal einnig bera á vorin og plægja áburðinn niður
strax. í leir- eða moldarkennda garða má gera þetta nokkru
áður en setl er niður, en í sandjörð, um leið og sáð er.
b. Þvag. Vafalaust hefur veðurfarið, þegar þvaginu er dreift,
meiri áhrif á uppskeruna en áburðartíminn, og hefur verið
vikið að því hér að framan í kaflanum um uppgufun stækj-
unnar. Þar er því lýst, í hvernig veðri á að hera þvag á (og
búfjáráburð yfirleitt) og hvernig jarðvegurinn á að vera með
tllliti til rakans. Þessi atriði gera allar samanburðartilraunir
með áburðartíma mjög örðugar, því að aldrei er hægt að velja
alveg sams konar veður eða rakastig jarðvegs við dreifingu
á mismunandi tíma.
Árið 1939 var byrjað á tilraun með mismunandi áburðartima
kúaþvags í tilraunastöðinni á Akureyri. Notað er 10 tonn kúa-
þvags á ha. í tilrauninni eru 5 liðir: ekkert þvag, haustbreiðsla,