Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 48
46
B Ú F R Æ Ð I N G U H I N N
misstórar, oftast 2—3 m3 á kú. Hér verður gert ráð fyrir
2,5 m3 og þannig gert ráð fyrir breiðum flór, svo að þvagið
geti allt runnið í þvaggryfjuna og auk þess dálítið al' bæjar-
skólpi eða þvottavatni. Oft mun þó mega komast. af með
minni þvaggryfjur, bæði af því að útakstur þvagsins tekur
ávallt nokkurn tíma og hins vegar má bera jjvagið út á ýms-
um timum árs, eins og síðar verður sýnt: á vorin, milli slátta,
á haustin og jafnvel að velri lil. Varla mun þó rétt að fara
niður fyrir 2 m3 á kú, en sumir mæla með 3 m3.
Gagnstætt því, sem á sér stað um þvagið í vel gerðum þvag-
gryfjum, verður saurinn ávallt fyrir nokkurri rýrnun á
geymslustaðnum. Varla mun hægt að ætla hana minni en
15—20%, þannig að 8500 kg af nýjum áburði verða um
6800 kg af meira eða minna rotnuðum áburði. Ef g'ert er ráð
fyrir, að rotnaður áburður vegi um 850 kg hver m8, þá gerir
þelta um 8 m8. Það rúm ætti árssaurinn úr kúnni að þurfa.
En vegna þess að aldrei er hægt að fylla haughúsin alveg,
verður að ætla meira rúm fyrir árssaurinn lir kúnni en 8 m8,
sennilega aldrei minna en 10 m3 alls. Úr þessu má þó nokkuð
draga vegna þess, að ])að tekur ávallt nokkurn tíma að aka
út áburðinum og sumir aka á tún bæði haust og vor, en hins
vegar þarf að ætla nokkurt rúm fyrir íburð og vökva, sem
oft sígur úr flórnum og annars staðar fra í haughúsið svo og
fyrir iburð, þar sem hann er notaður. Verður því svo um
stærð haughússins eins og þvaggryfjuna, að hún getur verið
mjög mismunandi eftir atvikum. En fyrir áburðarframleiðslu
ársins á fullorðinn nautgrip vil ég samkvæmt framansögðu
áætla brúttó-rými 2,5 m8 fyrir þvagið og 10 m3 fyrir saurinn
—- eða alls 12,5 m3.
Hross, sem eru á góðu fóðri allan veturinn svo og vetrung-
ar, þurfa um helming þessarar stærðar.
Venjulega er gert ráð fyrir, að áburðarlagið í haughúsum
sé um 2 m á þykkt. Þarf þá hæð þeirra að vera allt að 2,5 m,
því að aldrei er hægt að fylla haughúsin alveg, jafnvel þótt
þau séu undir fjósunum. Gólfflötur fyrir árssaurinn á kú
þarf þá að vera 4 m2, en 5 m2 fyrir mykjuna blandaða.
Gerð haughúsa. Um gerð og kostnaðaráætlun haughúsa
verður hér farið eftir upplýsingum frá Jóhanni Fr. Kristjáns-
syni byggingarmeistara. Sjálfsagt er að byggja allar áburðar-
geymslur úr steinsteypu og vanda gerð þeirra svo sem kostur