Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 117
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
115
Þegar mönnum verður það Ijóst, að köfnunarefnisáburður-
inn er ekki lengur einhlítur, hverfa flestir að því ráði að
nota jafnhliða eða einvörðungu alhliða áburð, — nitro-
phoska. Þetta má réttlæta á ýmsa vegu. Nitrophoska hefur
að geyma öll þrjú aðaláburðarefnin og er því trvgging fyrir
því, að elcki sé stórkostleg vöntun á neinu þessara efna, þar
sem það er borið á. Við þetta er þó ýmislegt að athuga.
Næringarefnin í notrophoska eru í föstum hlutföllum og
engin trygging fyrir því, jafnvel ekki líklegt nema í örfáum
tilfellum, að efnaskorturinn í jarðveginum sé i sömu hlut-
föllum. Getur þar oltið á ýmsu eftir jarðvegstegund, undan-
genginni notkun, ræktunarjurtum og innlendum áburði,
sem notaður er með nitrophoskanu. Það er ekki heldur senni-
legt nema í örfáum tilfellum, að bæði fosfórsýru og kalí skorti
þar, sem köfnunarefnisáburður er ekki lengur einhlítur, og
það getur verið mjög vafasöm hagfræði að bera á fleiri
jurtanærandi efni í tilbúnum áburði en skortur er á í jarð-
veginum, því að bæði hefur það ótímabær útgjöld í för með sér
og vafasamt um varðveizlu þessara efna í gróðurmoldinni.
Notkun nitrophoska til áburðtir er Jwi svo aðeins fullkom-
lega réttlætanleg, að skortur sé á öllum þremur næringar-
cfnunum: köfnunarefni, kalí og fosfórsýru ----- og i likustum
hlutföllum og þessi næringarcfni fyrirfinnast i áburðinum.
Annað, sem sérstaklega hefur verið talið nitrophoska til
gildis, er, hve mikil jurtanæring sé þar sameinuð í litlu
el'nismagni og hve mikil áhrif þetta hat'i á flutnings- og dreif-
ingarkostnað. Kjörorðið: „Allt í einum poka“ •— hefur mikið
til síns máls. I tveimur pokum af nitroplioska var álíka
mikil jurtanæring og í fimm pokum af þeim einhæfu áburð-
artegundum, sem við notuðum fyrir stríð. Þó er þetta því
aðeins í íullu gildi, að allra þriggja næringarefnanna í
nitrophoskanu sé þörf og þau séu jafnnothæf og í venjuleg-
um einhæfum áburðartegundum. Það er allmiklum erfið-
leikum háð að rannsaka nothæfni frjóefnanna i fjölhæfum
áburði, því að niðurstaðan verður alltaf heildaráhrif allra
frjóefnanna í áburðinum. Enn fremur er nauðsynlegt, að
greinilegur skortur sé á því frjóefni, sem rannsaka skal. Ýmis-
legt bendir til þess, að sum frjóefni í nitrophoska séu ekki eins
nothæf og í einliæfum áburði, og er sennilegt, að þetta eigi
l'yrst og fremst við um fosfórsýruna. 'I'il Jiess að gefa dálitla