Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 91
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
89
vetrarbreiðsla, vorbreiðsla og dreifing milli slátta. Árangur
tilraunar þessarar sést á eftirfarandi töfJu, hestb. af ha:
Ár Ekkert þvag Haustbr. Vetrarbreitt Vorbreitt Milli slátta
1939 ... 44,8(100) 68,8(154) 44,4( 99) 76,4(171) 68,0(152)
1940 ... 38,8(100) 65,2(168) 58,6(151) 58,2(150) 59,4(152)
1941 ... 35,2(100) 69,2(197) 57,2(163) 65,2(185) 70,8(201)
Meðaltal 39,6(100) 67,7(171) 53,4(135) 66,6(168) 66,1(167)
Taflan sýnir, að útkoman er mjög breytileg. 1939 er vor-
breiðsla bezt, en vetrarbreiðsla gefur engan vaxtarauka. Var
]tá dreift á frosna jörð. Virðist svo, að þvagið hafi algerlega
misst verkanir sinar. 1940 gefur vetrarbreiðsla eins góða raun
og vorbreiðsla, en þá var dreift á þíða jörð (4,5 cm þítt
moldarlag). Þá er haustbreiðslan langhezt. 1941 gefur bezta
raun áburður milli slátta og haustbreiðsla. Þegar tekið er
meðaltal af þessum þremur árum, sést, að haustbreiðsla, vor-
breiðsla og dreifing milli slátta gefur allt mjög líka uppskeru,
haustbreiðslan ]>ó aðeins bezt, en vetrarbreiðslan er lökust.
Af tilrauninni má óbeinl draga þá ályktun, að í votviðrasumr-
nm muni vorbreiðsla gefa bezia raun. 1 tilrauninni er mjög
góður árangur af þvagdreifingu milli slátta, einkum ]>egar þess
er gætl, að vafalaust eru í þeim tilraunalið mestar eftirverkanir
til næsta árs.
4. Áburðarvinnsla.
a. Utakstur. Eins og'áður er gelið, skyldi allur búfjáráburð-
ur helzt borinn á i regni, kyrru veðri og köldu, en einkum
gildir þetta um ]>vagið. Af þessum þremur skilyrðum um
veðurfar er regnið vafalaust það mikilvægasta, og ber því að
taka mest tillit lil þess.1) Víðast mun vera hægt að grípa
hentugt veðurlag til þvagdreifingar, a. m. k. þar, sem haust-
dreifing er notuð í þurrviðrissveitum, en athuga ber, að
jörðin sé ekki svo blaut, að vatn standi alveg upp til yfir-
borðsins. Það þarf að vera orðið þítt og þurrt nokkra cm
niður.
f Noregi hafa verið gerðar tilraunir með að þgima þvag með
vatni, og þar sem slíkar tilraunir eru ekki til hérlendar, skal
árangur þessara norsku tilrauna sýndur hér, meðaltal af 7 árum.
1) Ekki er þó hentugt að dreifa þvaginu i stórfelldri rigningu eða
slagviðri. •