Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 171
B Ú F H Æ Ð I N G U IU N N
169
eldhol og öskuhol. Önnur miSstöðin er nú koinin upp að öllu
leyti. Eru við liana fjórir ofnar, og hitar hún þá ágætlega.
Þessir kyndarar eru svo auðveldir, að hver laghentur maður
getnr smíðað þá, og mjög ódýrir.“
Sigmundur Sigurðssou i Sgðra-Langholti i Árnessýslu
skrifar:
„Mér gengur vel að koma hálminum i kýrnar, en það verð-
ur reyndar að hafa hugann við það, því að þær vilja heldur
góða töðu. Ég lad fyrst get'a þurrheyið, 9—10 pd., svo 2—4
pd. af háhni og eflir mjaltir votheyið, 10—20 pd. Þetta fór
vel ofan í kýrnar ásamt örlitlu af síldarmjöli."
í rigningatíð er það oft miklum vandkvæðum bundið að
ná kartöfluuppskerunni þurri og hreinni í hús. Því miður
munu þar fá algild ráð til úrbóta. Þó er verulegt hagræði í
því að hafa rimlapalla í görðunum og Játa á þá kartöflurnar,
jafnóðum og upp er tekið.
Kartöflurnar þorrna betur á pöllunum en á jörðu, geta jafn-
vel þorrnað, þó að nokkur úrkoma sé, ef vel er yfir þær breitt.
Moldin hrynur langtum betur af þeim, og auðveldara er að
moka í pokana. Kartöflusikti má tengja við pallinn og aðskilja
smælkið um leið án teljandi vinnuauka.
Kartöflupalla má slá saman úr óvönduðum borðrenningum.
Stærðin getur verið mismunandi. Hæðina er gott að hafa eins
og á venjulegum horðum, sem unnið er við. Þegar pallarnir
eru þiljaðir að ofan, er haft 1—2 cm hil milli borðrenninganna,
svo er horð setl upp á rönd allt i kringum þá nema þar, sem
á að festa kartöflusiktið eða pokana. Pallana má færa til.
Guðmundur Benediktsson, Ökrum i Mýrasýslu, skrifar
cftirfarandi:
„Víða má draga heggalta eftir túnum heim i hlöðu. Búinn
er til ferhyrndur rammi úr % þumlunga horðum eða öðru,
sem tækilegt er. Stærð hans sé svipuð og endaflötur galtans.
'l'il styrktar er gott að negla fjöl á miðjan rammann, og
stendur fjölin lóðrétt, þegar hann er reistur á rönd.
Þessi ýta er reist upp við annan enda galtans. Úr neðri
hornum hennar ganga tveir kaðlar fram með hliðum galt-
ans og festir í hemil við hinn endann. Gott er að smeygja þess-
um köðlum inn undir heyið. Úr efri hornum ýtunnar liggja