Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 52
50
B Ú F RÆÐINGURINN
Það er ljóst, að kostnaðaráætlun sem þessi hefur að niður-
stöðunni til aðeins gildi fyrir yfirstandandi tíma (árið
1941), en vegna hinnar ítarlegu sundurliðunar hennar má
setja inn hvaða verðlagstölu, sem er, og þannig getur hver
og einn gert hana úr garði við sitt hæfi. Þannig má taka til-
lit til ekki einungis verðlagsins, heldur einnig mismunandi
aðstöðu, t. d. til öflunar á sandi, möl og grjóti.
Ekki er hér gert ráð fyrir vinnu við uppgi;pft úr grunni
né að sérstaklega þurfi að grafa fyrir veggjum og púlcka
undir þá.
Verðáætlun áðurnefndrar byggingar verður samkvæmt
þessu:
94 m2 á kr. 43.27 = kr. 40(57.38
(50 ------- 34.00 = — 2040.00
60 -------- 14.30 = — 858.00
Alls kr. 6965.38
Samkvæmt jarðræktarlögunum frá 1936 er veittur styrkur
á áburðargeymslur sem þessar, kr. 7,00 á hvern m8 í haug-
húsi og kr. 8,50 á hvern m3 í þvagþró.1) Sé gert ráð fyrir verð-
lagsuppbót eftir vísitölu (160), þá nemur styrkurinn hlutfalls-
lega kr. 11,20 og kr. 13,60 á hvern m8 eða tæpl. 1200 kr. til
byggingarinnar allrar. Útlagður kostnaður fyrir bóndann
verður því um 5800 kr. eða 580 kr. fyrir ársáburðinn undan
kúnni.
Ef reiknað er með, að vextir og árleg fyrning af bygging-
ingunni sé 6%, þá gerir það um 35 kr. á kú og ár, en árs-
áburðurinn undan kúnni er varla meira en 75 kr. virði. Hinn
árlegi kostnaður er því um helmingur af verðmæti áburðar-
ins.
Það virðist auðsætl á því, sem að framan er sagt, að
bygging áburðargeymslna er ákaflega dýr, samanborið við
verðmæti áburðarins, svo að rétt er að gæta þar hinnar ítr-
ustu forsjálni. Án frekari sannana má eflaust fullyrða, að
bygging áhurðargeymslu fyrir mykjuna blandaða muni alls
ekki svara kostnaði, eins og nú er háttað verðlagi, ]>ví að
mikið vantar á, að helmingur af verðmæti hennar sparist við
geymslu í haughúsi, borið saman við haugstæði, næstum
hversu ómerkilegt sem það kann að vera.
1) Þar frá dragast 5% til lireppabúnaðarfélaganna.