Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 169
B U F RÆÐINGURINN
1(57
fyrir um 90 tunnum af korni af nál. 5 ha. Þetta er að vísu
jninna land en venja hefur verið að hafa undir korni. Kemur
það til af því, að útsæði var slæmt og lilið á liðnu vori, því
að sumarið 1940 var eitt liið versta sumar um alla ræktun.
Garðræktin í sumar hefur aftur á móti reynzt mjög illa vegna
myglu i kartöflum, og er þá söinu sögu að segja yfir alla Rang-
árvallasýslu. Má húast við, að vandræði verði með útsæði á
næsta vori. Við höfðum rúman ha undir kartöflum og um 1 ha
undir gulrófum.“
Sigurgrímur Jónsson, Holti í Flóa, skrifar á þessa leið:
„Múr þykir ástæða til að benda þér á, að verulegur skortur
er á hagnýtum bendingum um, hvernig skuli bgggja fjós svo,
að þau séu hollur dvalarstaður fyrir kýrnar og ekki sé of-
vaxið fjárhag bænda, eins og hann gerist almennt. Tel ég, að
mjög væri æskilegl, að Búfræðingurinn flyttí um þetta ræki-
lega rilgerð og birti samhliða nokkrar teikningar af 10, 20 og
30 kúa fjósum. Að vísu er það svo, að vart munu vera fyrir
hendi óumdeilanleg reynsla í þessu efni. Þó haf.a á víð og dreif
komið fram atriði, sem virðast vera nothæf til frambúðar, t. d.
fyrirkomulag á stöllum, þar sem sú hliðin, er að kúnni veit,
er á hjörum eða veltur laus í falsi og fellur að hálfu inn í
stallinn, þegar kýrin hefur élið. Við þetta má básinn vera
styttri, og kýrin óhreinkar hann ekki.
Langalgengasti gallinn í nýrri fjósum er rakinn, sem í þeim
er. Allt rennur út i slaga, kúnum líður illa, og timbrið fúnar á
örfáum árum. Orsökin virðist vera illa gerðir veggir og þök,
lilil og engin einangrun svo og ófullnægjandi loftræsing.
Þegar samin verður grein um þetta efni, þarf að vera ræki-
legt mál um loftræsinguna, þýðingu hennar og fyrirkomu-
lag, hlutfallið milli gólfflatar annars vegar og strompvíddar
eða gluggastærðar hins vegar, láta strompana ná niður undir
gólf o. s. l'rv. Á mjólkursvæðunum liggur fyrir að hyggja
fjós, svo að hundruðum skiptir á næstu árum, og hefur það
verulega hagnýta þýðingu, hvernig tekst með þær hyggingar.
Von:i ég, að þú sjáir einhver ráð til að gefa bændum góðar
hendingar um þetta efni.“
Búfræðingurinn mun taka þessa þörfu bendingu Sigur-
gríms lil rækilegrar íhugunar. Sennilega verður aðalvandinn
í því fólginn að finna hæfan mann tit að skrifa slíka ritgerð.