Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 158
Tilraunabálkur.
Hér á eftir verða birtar nokkrar tilraunaniðurstöður frá
iilraunastöðinni á Eiðum. Tilraunastjórinn þar, Erlendur
ÞorsteinsSon, hefur góðfúslega látið mér niðurstöðurnar í té,
en Búnaðarfélag Islands leyl't birtinguna. Ég tel, að of hljótt
liafi verið um þessar tilraunir. Sumar þeirra eru allsérstæðar
og hafa ekki verið framkvæmdar á öðrum stöðum hér á landi.
Aðrar styrkja niðurstöðurnar frá hinum tilraunastöðvunum.
Þessar tilraunir hafa einkuin verið reknar á Eiðum frá vori
1928 til hausts 1941. í ráði mun að leggjá þessa tilraunastöð
niður frá vorinu 1942, og tel ég slíkt illa farið. Islenzkur
landbúnaður hefur mikla þörf t'yrir aukna tilraunastarfsemi.
Þörf væri á því að reisa myndarlega lilraunastöð á Austur-
landi og aðra á Vestíjörðum auk þeirra, sem nú starfa á Akur-
eyri og á Sámsstöðum. En ávallt ber að hafa það í huga, að
tilraunaárangurinn má ekki liggja grafinn á skrifstofuhillum
eða í loftvarnarbyrgjum, hann þarf að komast út til bænd-
anna, sein eiga að notfæra sér hann og það í aðgengilegu
lormi. Merkilegustu tilraunirnar frá Eiðum með búfjáráburð
eru birtar í ritgerð minni um búfjáráburð framar í þessu riti.
Vísast til þeirra þar. Ritstj.
I. Tilraunir frá Eiðum.
J. Mismunandi áburðartími nitrophoska ocj saltpéturs.
Dreift var á þrem mismunandi tímum, í fyrsta sinn um
mánaðainótin apríl og maí, annað sinn um miðjan maí og loks
siðast í maí eða fyrst í júní. Kalí var venjulega borið á í
seinni hluta apríl og superfosfat siðasl í apríl eða l'yrst í maí.
Áburðarreitir voru 80 m- að stærð. Áburðarmagn var 1,35 kg
nitrophoska eða 1,65 kg þýzkur saltpétur -j- 1,35 kg superfos-
l'at + 0,75 kg kalí (37%) á reit. Tölurnar sýna vaxtarauka
á ha, en áburðarlaust gaf 887 kg, allt miðað við þurrt hey,
meðaltal 9 ára: