Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 102
100
B U F R Æ Ð I N G II R 1 N N
ýfing á grasrótinni gagnstæðan árangur við hina fyrri til-
raun, og strengplægingin sýnir hér niiklu minni yfirburði,
þótt nokkrir séu. Verkanir áburðarins hafa tæplega tvöfald-
azi vifí undirburðinn í þessari tilraun.
Loks gerði Ræktunarfélagið tilraun með undirhurð árin
1931—1936. Er hún nákvæmust þessara tilrauna og verður
því nánast getið hér. Stærð áburðarreita var 38,5 m-, varð-
belli 1 m á breidd, 6 samreitir. Tilrauninni var hagað sem
hér segir. (Tölurnar eru miðaðar við ha.):
1. Óhreyft, yfirbreiðsla 15000 kg af kúasaur og 7500 kg af
kúaþvagi árlega.
2. Plægt og strengjum velt yfir aftur, yfirbreiðsla eins og
í nr. 1.
3. Undirburður 30000 kg af kúasaur, yfirbreiðsla árlega
7500 kg af kúaþvagi.
4. Eins og nr. 3, nema undirburðurinn 60000 kg.
5. Eins og nr. 3, nema undirburðurinn 90000 kg.
6. Sami undirburður og í nr. 5, en engin yfirbreiðsla.
Tvö árin var til yfirbreiðslu notað 208 kg af saltpétri í stað
þvagsins.
Hér verður sýnd tafla um helztu niðurstöður þessarar lil-
raunar, kg heys af ha og hlutfallstölur:
Meðaltal 2 ára , kg heys . . :tí)98 3910 4738 6364 8332 5948
— 2 — hlutföll . 100 97,8 118,r> 159,2 208,4 148.8
— 4 — kg heys .. 4399 4688 4794 5990 7699 5614
4 — hlutföll . 100 106,6 109,0 Í36.2 175,0 127,6
— 6 — kg lieys . 4038 4864 4531 5532 6944 4883
— fi — hlutföll .. 100 104,9 98,1 119,3 U9,7 105,3
Til þess að fá réttar niðurstöður úr tilraun þessari þarf að
bera hana saman í mörgum liðum.
Þegar bornir eru saman fyrsti og annar liður, er sá einn
munur á meðferð þeirra, að í þeim síðarnefnda hafa strengir
verið jilægðir upp, en velt niður aftur án undirburðar. Með
þessu skyldi rannsakað, hverja þýðingu plægingin hefði út
af fyrir sig. Fyrsta árið minnkar plægingin uppskeruna all-
inikið eða um 17%, en strax á öðru ári kemur fram vaxtar-
auki við hana. Þegar tekið er meðaltal af þeirn 6 árum, er til-
raunin stóð yfir, hefur j)lægingin gei'ið um 5% meiri upp-
skeru en óhreyft. Þetta er ekki mikill munur, og verður hér á