Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 104
102
B U F R Æ « 1 N G U R I N N
þess eru eftir talsverðar eftirverkanir við undirburðinn fraxn
yfir yfirbreiðsluna.
Nr. 1 og 5 hafa fengið sama áburðarmagn eftir 6 ár. Að
meðaltali gefur nr. ú 14t),7 á móti 100 á nr. 1, en hlutfalls-
lalan fyrir 5 verður 189, þegar verkanir þvagsins eru dregnar
frá.
Þótt ekki sé, því miður, neinn áburðarlaus reitur í þessari
iilraun, þá gefur hún glögga hugmynd um það, að verlcanir
kúasaurs við undirburð tvöfaldast eða þrcfuldast móts við
yfirbreiðslu. Ólafur Jónsson tilraunastjóri reiknar hlutfalls-
tölur tilraunaliðanna 3, 4 og 5, miðað við nr. 1 sem 100, þann-
ig: 261, 299 og 316, og eru þetta hlutfallstölur vaxtaraukans.
Svo virðist sem verkanir áburðarins hafi í þessari tilraun
verið um 90—95% við undirburð, en 30—35% við yfir-
breiðslu, miðað við verkanir á tilbúnum áburði. Beztan árang-
ur gaf að ])lægja undir 90000 kg í einu á ha eða til 6 ára.
Við undirburð má þvi tvöfalda til þrefalda vcrkanir hins
fasta hluta búf járáburðarins, miðað við venjulega yfirbreiðslu.
Undirburður búfjáráburðar á sléttu og grónu landi er ekki
mikið verk eða vandasamt fyrir þá, er nokkuð kunna til jarð-
yrkjustarfa. Plógurinn, sem notaður er, þarf helzt að taka
fareiða strengi og svo sem 10—12 cm þykka. Það þarf að skera
alveg undir þá, svo að þeir séu hvergi i'astir, því að þegar þeir
eru lagðir niður aftur, falla þeir ekki nákvæmlega í sama farið.
Þess vegna þurfa þeir einnig að vera nákvæmlega jafn-
þykkir á báðum hliðum. Bezt er að hafa hjól framan á plógn-
um til þess að tenipra dýptina og fá þykkt plógstrengjanna
sem jafnasta. Nærri mun láta, að af gangi finnntándi hver
strengur, og þarf að aka þeim í liurtu.
Þar, sem jarðvegur er sæmilega seigur, t. d. í gainalræktuðu
túni, má taka mikið fyrir í einu lil plægingar, aka síðan áburði
og moka úr. Ber ekki á því, að strengirnir skerist sundur.
Síðan er strengjunum velt yfir aftur. Má ýmist'spyrna þeim
við með fótum og laga til um leið með gafl'li eða fara undir
þá með plóg, sem tekinn hefur verið af skeri og hnífur.
Hrynur áburðurinn þá niður og jafnast til undir strengjunum.
Sé þurr áburður borinn á, l. d. hrossalað, má bera liann á,
áður en plægt cr. Verður mjög litið eftir af honum á yfirborði
strengjanna. Á eftir skal valta landið, jiegar aukastrengir liafa
verið fluttir í burtu.