Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 29
BÚFRÆÐINGURINN
27
saman við búfjáráburð, heldur safna henni sér og bera hana
á sem sérstalcan áburð, t. d. í nýrækt á mýrlendi. í taðösku
er allmikið af fosfórsýru, kali og kalki. Ásgeir Torfason fann
í taðösku frá Hvanneyri 3,5% l’osfórsýru, 15,1% kalí og
3,7% kalk. í móösku hefur fundizt um 1% fosfórsýra og um
0,1% kalí, en í gamalli haugösku 0,7% fosfórsýra og 0,2%
kalí. í kolaösku er sama og ekkert af verðmætum efnum.
Gömul haugaska er óhentug til undirburðar í búpen-
ingshús. Hún er hvorki mjúk né hlý og bindur lítið af raka.
Aftur á móti virðist hún binda vel stækju áburðarins, og má
telja hana hentuga til íblöndunar í áburð á geymslustaðnum.
g. Þurr þari og skógarlauf getur komið til greina sem
iburður á stöku stað.
Hér skal sýnd innlend rannsókn á nokkrum tegundum
íburðar. Hún var framkvæmd á efnarannsóknarstofu ríkisins
veturinn 192(5—1927. Tekið var gamalt kúaþvag, sett í postu-
línsskálar, 25 cm3 i hverja. Siðan var hrært saman við það
íburði og skálarnar látnar standa við venjulegan stofuhita,
þar til er þær hættu að léttast, en hrært iðulega í með gler-
spaða. Af íburðinum var tekið það mikið, að blandan varð
nokkurn veginn þykk leðja, nema af mómylsnunni, þar voru
skammtarnir þrír. Eftirfarandi tafla sýnir, bversu mikið
tapaðist af köfnunarefni (í stækju):
Iburður, g I 25 ctn3 þvags Tap köfnunarefnis í °/o
Mómold 4 g.......................... 77,5
— fi -......................... 48,8
— 8-........................... 50,2
— 5 — -f- móaska 3 g ......... 58,0
— 4---1- taðaska tí g ......... 94,4
Móaslca 17 g ........................ 83,5
Gömul haugaslca 25 g.................. 47,5
Taðaska 17,5 g .. . .'.............. 98,4
Kolaaska 35 g........................ 94,5
Heysalli 10 g'....................... 97,8
Þvag í síunarpappír ................. 96,3
— í opinni skál ................... 96,7
Do, en lag af smurningsolíu............ 0