Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 50
48
BÚFRÆÐINGURINN
um, sem lagðir eru hver ofan á annan. Goít er að hafa plank-
ana jhægða eða gúmmirenning á milli þeirra, svo að vatns-
þétt sé. Utar í dyrunum er gott að hafa hurðir á hjörum, og
opnist þær út. Þegar svona er um búið, eru haughúsin alveg
súglaus. Er það nauðsynlegt af tveimur ástæðum: í fyrsta
lagi vegna kúnna, því að dragsúgur niundi auka gólfkulda
verulega, í öðru lagi mundi súgur aulca stækjutap áburðarins.
Dyr þurfa að vera svo víðar, að hestvagn koinist auðveld-
lega inn um þær, t. d. 2—2,2 m, og hæðin uin 1,8 m. Séu haug-
húsin grafin niður, þarf að steyjia skáflöt frá dyrunum inn
í haughúsið (halli mn 1 : 5). Til þess að hann verði ekki of
sléttur og sleipur, er sjálfsagt að setja efst í steypuna möl og
grjót eða lágar tröpjmr til að gefa hesti viðspyrnu, en hafa
slétt undir vagnhjólunum.
Sjálfsagt er að leiða burtu vatn af þaki hússins með þalc-
rennu, einkum ef jarðvegi hallar að því. Jarðvegi þarf að
lialla frá dyrum jiess. Þar þarf að leggja grjót eða malbera,
svo að ekki vaðist upp, þegar út er ekið.
Kostnaðaráætlun. Hér verður reynt að gera nokkra grein
fyrir kostnaði við að gera áburðargeymslu undir fjósi fyrir
10 nautgripi. Er gert ráð fyrir, að kostnaðurinn sé svo að
segja hinn sami, livort sem þvag og saur er geymt saman eða
aðskilið. Skilveggur i öðrum enda geymslunnar fyrir þvagið
má ekki vera þunnur. Hann sparar bita í loftið. Kostnaðarauk-
inn við hann er því tiltölulega lítill. G,er,t er ráð fyrir, að
innanmál geymslunnar sé 8 X G,3 in. Þar af sé jivaggryfjan
8 X 1.25, en haughúsið 8 X 4,9 m. Hæðin sé 2,50 m, þar af
rúmir 2 m nothæf liæð í haughúsinu. Þar, sem allur áburð-
ur er borinn á einu sinni á ári, mun þessi geymsla varla nægja
fyrir meira en 10 nautgripi.
Vegg’ir í slíkri byggingu eru alls 94 m- að flatarmáli eða
um 24 m8. Þakið er 00 m2 = 6 m3 og gólfið 60 m2 = 4,8 m3.
Bitar og stoðir eru um 0,4 m8. Rúmmál steyjiu verður Jiví
alls tæjiir 35 m3. Gert er ráð fyrir, að grjót sé notað í veggja-
steypuna, sem svarar 7 m3 (70 tunnur), og geti það sparað
12 tunnur af cementi. Af cementi þarl' þá 61 tunnu, en af
sandi og möl 230 tunnur af hvoru, ef styrkleiki steypunnar
er 1 : 3 : 3, en 192 tn. af sandi og 268 tn. af möl, ef styrkleilc-
inn er 1 : 2% : 3%. í þakið þarf 800 m eða 320 kg af 8 mm
járni og 36 m (6 st. á m) eða 60 kg af 16 mm járni og 2 st.