Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 34
32
BÚFRÆÐINGURINN
millilið milli kolvetna jurtanna annars vegar og lokaþáttar efna-
breytinganna (CO- og II„0) hins vegar.
Við allar þessar breytingar, sem mjög eru háðar ytri skilyrðum,
rýrnar áburðurinn og tapar lífrænum kolefnissamböndum.
b. Köfnunarefnissambönd. Mestur bluti saursins er torleyst
eggjahvítuefni frá fóðurleifum, íburði og líkama þeirra gerla, sem
eru i áburðinum. Þau breytast seint. Hins vegar er ávallt nokkuð
af auðleystum samböndum frá meltingarvökvunum og ])vagi því,
er oftast blandast saman við saurinn, og taka þau tiltölulega örum
breytingum. Gerð köfnunarefnissambandanna endar næstum allt-
af með myndun stækju (NH.,).Það er lofttegund, sem getur inyndað
samband með kolefnistvísýring og vatni og orðið að ammoníum-
karbonati. En það samband er mjög óstöðugt eða rokkennt, klofn-
ar auðveldlega. Þetta má sýna með eftirfarandi formúlu:
2NH, + H.O + CO, »---------fc(NH.).CO.
Ammoníumkarbonatið (kolsúra stækjan) er raunverulega eitt
verðmætasta efnasamband áburðarins. En sökum þess, hve rok-
kennt það er, losnar stækjan auðveldlega úr sambandinu, og þar
sem hún er lofttegund, rýkur bún þá burtu við fyrsla tækifæri. Af
þessu leiðir, að ávallt er mikil hætta á köfnunarefnistapi við
geymslu áburðarins og notkun. Og þar sem köfnunarefnið er
dýrasta efni áburðarins og um Ieið ])að af jurtanærandi efnum
bans, sem oftast vantar í jarðveginn, verður að haga geymslu og
notkun áburðarins á þann veg, að sem minnst lapist af þessu efni.
Úti í jarðveginum breytist stækjan i saltpéturssýru, en slíkt á
sér aðeins slað i litlum mælikvarða i áburðinum. Til þess vantar
oftast súrefni, a. m. k. inni í áburðarhaugunum, en auk ])ess þríf-
ast saltpétursgerlarnir illa í áburði, vegna þess að þeir þola ekki
liið mikla magn hans af lifrænum efnum. Saltpétur finnst því
mjög sjaldan við rannsóknir á búfjáráburði. Það má lika telja
víst, að myndist eitthvað af honum i y/.tu lögiim í áburðarhaug,
])á muni það síga niður í hauginn og klofna þar. Myndast þá
frjálst köfnunarefni (denitrifikation). Þá breytingu annast gerlar,
sem ])ola ekki súrefni loftsins, og geta ]>vi aðeins unnið þar, sem
það kemst ekki að. Ekki er líklcgt, að þetta hafi mikla þýðingu í
áburðargeymslunni eða úti í jarðveginum, en slík efnabreyting
liefur í för með sér tap köfnunarefnis.
Telja má, að hin auðleystu köfnunarefnissambönd, sem mynd-
ast við gerð áburðarins, geti að einhverju leyti bundizt i likömum
gerla og sveppa, sem fjölga sér ört í áburði og jarðvegi. Yfirleitt
má lelja, að þetta sé til tjóns, en vart mun þetta hafa vcrulega
þýðingu.