Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 67
BÚ FRÆ ÐINGURINN
65
mæla með ]>vi, og hefur aðferð ]>essi ekki náð útbreiðslu i nágranna-
löndum okkar.
h. Geymsla einstakra tegunda búfjáráburðar. Nú skal vikið
nokkru nánar að geynislu einstakra áburðartegunda.
Áburðurinn geijmdur blandaður frá fleiri tegundum bú-
fjár. Hér á landi hagar sums staðar svo til, að hægt er að
geyma sanian hrossatað og kúamykju og' ef til vill svínaáburð.
Þetta má telja mjög hentugt. Hrossatað og kúamykja hafa
gagnstæða eiginleika og jafna hvort annað upp.
Aarslevtilraunirnar sýndu eftirfarandi niðurstöður. Fremri
dálkurinn gildir fyrir áburðarhús (A-flokkur), en síðari fyrir
haug (B-flokkur). Tölurnar sýna tap köfnunarefnis úr áburði alls:
Kúamykja ........................................ 6,7 7,0
Hrossatað ....................................... 19,6 „
80% kúamykja + 20% hrossatað og svínaáburður .... 6,8 8,5
Tap köfnunarefnis úr hrossataði er mikið, en minnkar mjög við
hlöndun með kúamykju. En það leiðir af sjálfu sér, að það þarf að
hlanda áburðinn vel saman, t. d. með þvi að moka honum niður
um sama op.
Þegar áburðarmagnið var stillt þannig, að sama magn köfnunar-
efnis var i hverjum áburðarskammti, varð raunin sú, að blandað-
ur áburður úr haughúsi gaf sömu uppskeru og kúamykja, enda
var tapið næstum það sama (6,7 og 6,8%). En úr haug gaf bland-
aði áburðurinn meiri vaxtarauka, eða um 2,4%, þrátt fyrir meira
köfnunarefnistap (8,5 á móti 7,0%).
Kúamgkja. Aðslcilja ber saur og þvag, geyina þvagið í lofl-
og lagarheldri þró, en saurinn í haughúsi eða góðu haug-
stæði, blanda í hann íburði, er sýgur upp raka áburðarins,
svo að niykjulögur myndist ekki.
Sauðatað. Venjulegast er bezt að geyma þann áburð sem
tað undir sauðfénu. Þar, sem fjörubeit er eða mjög kjarn-
góð hey, getur verið nauðsynlegt að hafa fc á grindum. Skyldi
þá hafa þrærnar undir þeim steyptar, 70—90 cm djúpar. Golt
er að bera í þær lag af íburði í hvert sinn, eftir að þær eru
tæmdar. Nauðsynlegt er að haga byggingunni þannig, að hægt
sé að aka inn í krærnar með kerru. Má t. d. búa þetta út á
þann veg að hafa dyr á hliðarvegg húsanna, einkum ef þau
eru fleiri saman. Séu þær breiðar og kerrugengar, en ekki
notaðar nema þá, er ekið er út áburði. Nái garðar (jötur)
alla leið fram úr, má hafa fremsta hluta þeirra lausan, svo