Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 20
18
BÚFRÆÐINGURINN
Fúðrunin hefur því verulcg áhrif á gæði áhurðarins, svo að
taka má það atriði einnig til greina, þegar talað er um fóðrun
búfjárins.
1 nánu sambandi við fóðrunina er niismunur á sumar-
áburði og vetraráburði búfjárins. Flestir bændur munu hafa
reynslu fyrir því, að sumaráburður er kraftmeiri en áburður
framleiddur að vetrarlagi. Til eru líka rannsóknir frá Hvann-
eyri (árið 1913), er sanna þetta, hvað snertir köfnunarefnis-
magn kúaþvags. Jafnframt því sem áburður kúnna var veg-
inn einu sinni í mánuði, var tekið sýnishorn af þvagi og
köfnunarefnismagn þess ákveðið. Reyndist svo, að vetrarmán-
uðina 8, þegar kýrnar voru inni, var köfnunarefnismagn
þvagsins að meðaltali 0,5'r%, en sumarmánuðina 4 var það
0,82% að meðaltali. Að vetrinum komst það lægst ofan í
0,23%, en hæst upp í 0,91%, en að sumrinu varð það hæst
0,97%, lægst 0,57%.
Engar íslenzkar ræktunartilraunir eru til, er sýni gæða-
mismun á sumar- og vetraráburði, en ef dæma skal eftir til-
rauninni á Hvanneyri 1913 og tilraununum við Aarslev, sem
áður eru nefndar, er ekki ósennilegt, að sumaráburður sé
minnst 25% betri en vetraráburður, miðað við sömu þyngd.
Torfi í Ólafsdal taldi (Andvari 1884), að með því að hýsa
ær um fráfærurnar 5—7 klst. á hverri nóttu í nál. 16 vikur
mætli fá jafnverðmætan áburð og þær gæfu allan veturinn,
þótt innistaðan væri miklu lengri. Sumir bændur hýsa hesta
yfir sumartímann að nóttunni til og telja, að það þurfi ekki
að há þeim.
Afurðir dýranna. Svo sem af líkum ræður, verður áburður-
inn þeim mun lakari sem afurðir dýranna eru meiri, að öðrn
jöfnu. Þess vegna er kúamykja yfirleitt efnasnauður áburður,
borið saman við aðrar tegundir áburðar, enda þótt kýrnar
fái vanalega hið bezta fóður, þar eð þær gefa meiri afurðir en
nokkur búfjártegund önnur. í ársfóðri mjólkurkýr eru um 70
—80 kg af köfnunarefni, um 25 kg af fosfórsýru og um 75 kg
af kalí, en í ársnyt hennar um 15 kg köfnunarefnis, um 5 kg
af fosfórsýru og um 4 kg af kalí. í mjólkinni er því um %
hluti af köfnunarefni og fosfórsýru fóðursins, en hlutfalls-
lega minna af kalí. Þetta hefur eðlilega áhrif á áburðinn. Með
sama fóðri er því áburður frá. geldneytum betri en áburður