Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 163
BÚFRÆÐINGURINN
1(51
Dönnes og Örnes hafa gefið mesta uppskeru og eru mjög
árviss á Suðurlandi. Maskinbygg gefur oft góða uppskeru í
lilýjum sumrum, en það þarf að sá því snemma og fyrr en
gert hefur verið í þessuin tilraunum, ef það á að gefa gott
korn. Nýmoen, Polar, Sölen- og Holthygg eru fljótvöxnustu
afhrigðin, hafa fínan hálm og kornið er sinærra en hjá
Dönnes. Þessi 4 afbrigði virðast ekki þola vel kalda og rign-
ingasama veðráttu. Hálinur þeirra vill brotna og uppskeran
verða ]iess vegna minni en af Dönnes- og Maskinbyggi, er
bæði hafa sterkari hálm.
7. Afbrigði af höfrum.
Af höfrum hafa þessi afbrigði reynzt bezt: Niðarhafrar,
Vallhafrar, Tennahafrar, Þórshafrar, Favorithafrar og Perlu-
liafrar.
Öll þessi afbrigði eru vel ræktanleg á Suðurlandi og víðar,
þar sem ekki haustar fljótt að. Þrjú fyrsttöldu afbrigðin eru
snemmþroska. í meðalsumri ná þau þroska á 125—130 dögum.
Þórs-, Favorit- og Perluhafrar þurfa 8—10 dögum lengri
sprettutíma. í hafratilraunareitina hefur öll árin verið sáð
15.—18. maí, en eftir því sem sáðtímatilraunir hafa sýnt, er
bezt að sd höfrum siðustu daga aprílmánaðar.
III. Tilraunir í túnrækt.
/. Síldarmjöl og fiskmjöl til áburðar.
Frá 1934 til 1937 voru gerðar tilraunir með síldarmjöl og
fiskúrgangsmjöl lil túnræktar á vel framræstri mýrarjörð. Til
samanburðar var notaður tilbúinn áburður: kalí, superfosfat
og kalksaltpétur. Tilraunin var framkvæmd þannig, að borið
var á jafnmikið af köfnunarefni í mjöltegundunum og i salt-
pétri. Allir reitirnir fengu 200 kg af 37% kalíáburði.
Meðaltalsárangur tilraunarinnar í 4 ár hefur orðið eins og
hér fer á eftir:
a. 300 kg superfosfat .............................. 8191
b. 300 —- — + 350 kg kalksaltpétur................. 10532
c. 184 --+ 542,5 kg sildarmjöl ................... 9935
d. 217 ------+ 387,5 ----------b 100 kg kalksaltpétur 10430
e. 627 — fiskúrgangsmjöl ......................... 10104
f. 400 — —• + '100 kg kalksaltpétur ............... 9033
11