Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 19
BÚFRÆÐINGURINN
17
Saur IJvag Mykja
kg kg alls kg
A-flokkur
B-flokkur
7500 3886 11386
8145 4038 12183
Mcð þvaginu var talinn mykjulogur, er siaðist úr hinum fasta áburði,
en í hann var blandað litlu einu af hálmi til íburðar (um 1 kg á kú og
dag). Aburðurinn var tveggja mánaða gamall.
Samkvæmt ofangreindum töflum var heildarmagn áburðarcfnanna
yfir árið sem hér segir, talið i kg:
Köfn.efni Fosf.sýra Kalí
49 18 80
67 25 85
A-flolckur
B-flokkur
Hver kýr í B-flokknum hefur þvi gefið 18 kg af köfnunarefni, 7 kg
af fosfórsýru og 5 kg af kalí fram yfir A-kúna — eða í sömu röð 37%,
39% og 6%. Munurinn á magni næringarefna cr því mjög mikill, enda
kom greinilega í ljós við áburðartilraunir, að áburðurinn undan þeim
kúm, er fengu betra l'óður (B-flokknum), gaf meiri uppskeru en áburð-
urinn frá þeim kúm, er fengu meðalfóðrun (A-flokkur).
Að meðaltali öll árin, 1911—1920, fékk hver kýr í B-flokknum
582 fc (fóðureiningar) umfram hverja kú í A-flokki, aðallega i
olíukökum (574 fe). Þegar ársáburðurinn undan kúnni var borinn á
0,8 ha, þá gaf hann eins og hér segir (sáðskipti C) : undan A-kúnni
2000 fe, undan B-kúnni 2780 fe, en áburðarlaust gaf 1S40 fe.
Áburður A-kýrinnar gaf vaxtarauka 700 fe (af 0,8 ha), en áburður
B-kýrinnar 940 fe, eða 180 fe meira. Þetta svarar þvi, að áburður
B-kýrinnar hafi verið 24% betri en áburður A-kýrinnar eða að af
hverjam 3 fe, sem kjarnfóðurgjöf er aukin um, fúist nær því ein
aftur vegna betri úburðar. Þetta eru sízt meiri verkanir en við
mátti búast eftir efnamagninu. (Sjá siðustu töflu.)
í aðaldráttúm virðist fóðrið hafa eftirfarandi áhrif á
áburðinn:
Mikið; köfnunarefiiismagn í fóðrinu kemur aðallega fram i
auknu köfnunarefnismagni þvagsins, þvi að sambönd þess
meltast að mestu og sjúgast upp í likamann, en nokkuð af
þeim fer aftur burtu með þvaginu. Sé fóðrið mjög köfnunar-
efnisríkt, getur það einnig haft veruleg áhrif á köfnunar-
efnismagn saursins.
Mildð fosfórsýrumagn í fóðrinu kemur aðallega fram i
saurnum, þar sem sambönd fosfórsýrunnar eru yfirleitt tor-
melt. Þvagið hei'ur ávallt lítið af fosfórsýru hjá jurtaætum.
Kalimagn fóðursins hefur aðallega áhrif á þvagið líkt og
köfnunarefnið.
2