Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 154
Útstunga.
Eftir Sigurð Eiilendsson, Stóru-Giljá í A.-Húnavatnssýslu.
Við vitum jiað allir, sem koinnir erum til vits og ára, að eitt
af allra leiðinlegustu og um leið erfiðustu verkum er að bera
taðhnausa til dyra, jiegar út er stungið. Það er viðbjóðslegt
að sjá fullorðna karlmenn vafra með einn og einn taðhnaus
á skóflu til dyra og eins að pína krakka til að bera i fanginu.
Þetta verður að teljast óþarfavinna, sem ekki ætli að eiga
sér stað. Þarna ætti að vera hægt að spara þúsundir dags-
verka árlega. Til jiess að kippa þessu í lag þarf ekki annað
en að byggja húsin haganlega, jiannig að dyr húsanna séu
svo víðar, að kerra geti gengið aftur á bak inn í króna, svo
að láta megi hnausinn upp í kerruna liar, sem hann er stung-
inn. í samstæðuhúsuin er hægt að kasta hnausnum yfir
spilið, svo að ekki þarf að fara með kerruna nema um aðra
króna, en í endakrær verður að vera kerrutækt. Til jiess að
jietta geti verið, verður að hafa tvær hurðir eða fleka öðrum
megin við hurðina. Þá er ekki annað en taka dyrustafinn og
l'Iekann burt, og eru ]>á komnar góðar dyr fyrir kerru og liest.
Þótt hér séu öll fjárhús úr torfi, j>á er jieim svo fyrir komið,
að hægt er að fara með kerruna aftur á bak inn í livert hús,
svo að ekki þarf að bera til dyra. Mér blöskrar því að sjá
nýjar steinbyggingar byggðar þannig, að bera verður hvern
bnaus til dyra, og ]>essar byggingar eru þó sumar hverjar
byggðar eftir uppdrætti frá byggingarráðunautunum. Það,
sem fyrst af öllu verður að gera kröfu til, er, að ekkert hús,
sem gert er úr steini, sé byggt á annan hátt en svo, að l>ægi-
legt sé að aka út úr jiví með kerru og hesti. Einnig ættu allir,
sem rétta við eldri torfhús, að lagfæra svo dyr lnisanna, að
liætta megi að hera til dyra.
Þetta virðast ef til vill smámunir, en margt smátt gerir
eitt stórt.
Vinnum sem flesl verk með hagsýni.