Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 59
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
57
cn með nokkurri annarri hagnýtri gegmsluaðferð. Að vísu er
ekki heldur á þennan hátt hægt að koma með öllu í veg fyrir
köfnunarefnistap. En gryfjuloftið mettast mjög fljótt af
stækju, og sé það nokkurn veginn kyrrstætt, verður tapið
mjög lítið. Talið er, að loftið í 25 m3 stórri gryfju geti ekki
tekið á móti meiri stækju en sem svarar 0,1 kg af köfnunarefni
og sé þá mettað. Þetta er álíka mikið og er í 20 kg af þvagi.
Þetta er líka í samræmi við ])á reynslu, að þvag geymist vel í
loftþéttum gryfjum. í lagaiheldum gryfjum tapast að sjálf-
sögðu ekkert af steinefnum þvagsins.
Til freknri skýringar skulu sýndar hér nokkrar erlendar rannsóknir
um gerð þvaggryfjanna, þvi að innlendar eru ekki til:
Askou 190!>. Gryfjan var alsteypt og vel gengið frá þaki að öðru leyti
en þvi, að á því var l(i—18 em2 stórt op. Þvugið var rannsaka'ð i mis-
munandi dýpi:
Cm undir yfirborði Köfnunarefni %
0 0,20
15 0,34
30 0,38
45 0,41
66 0,43
95 0,45
105—300 0.54
Frá yfirborði þvagsins liefur gufað meira en helmingur köfnunarefnis-
ins, og þess gætir niður í allt að 95 cm dýpi. Þessi rannsókn leiddi svo
af sér, að árið eftir (1906) var efnagreint þvag úr mörgum þvaggryfjum
víðs vegar um Danmörku. Þeim var siðan skipt í 4 flokka eftir því,
hvernig þak þeirra var. Niðurstaðan af 72 efnagreiuingum frá Jótiandi og
Sjálandi var þessi:
Tala gryfja Umbúnaður þaks Köfnunarefnisma
13 Mjög vel þétt . . 0,62
30 Sæmilega ])étt . . . 0,52
16 Miður vel þétt . . 0,41
13 Illa þétt 0,29
Fleiri rannsóknir sýndu svipaða útkomu. Hér ber að sama
brunni. Meira en helmingur Icöfnunarefnisins tapast, þegar
gryfjurnar eru illa þaktar, þótt vel sé um þær búið að öðru
leyti. Það er því dýr sparsemi að skera við neglur sér um-
Ittinað þaltsins á annars vel gerðum gryfjum, eins og sums
staðar sést.
Árið 1908 voru í Aarhus i Danmörku gerðir 6 litlir vatnsheldir geyinar.
1 livern þeirra voru látin 1500 kg af þvagi og geymt frá 17. ágúst 1908
tii 27. april 1909. Gerð þaksins var mismunandi, en geymarnir eins að
öðru leyti. Tap köfnunarefnis úr þeim var sem hér segir: