Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 148
146
BÚFRÆÐINGURINN
er stór, sem heyið er látið í. Ef heyið er látið í tótt, þá verður
að setja upp staur hæfilega Iangt frá tóttinni. Á þennan
staur er fest einföld blökk, sein kaðallinn rennur á. Á öðr-
um enda kaðalsins er hafður sterkur járnkrókur. Til þess
að koma nú heyinu á þann stað, sem það á að fara á, er sá
endi .vörpunnar, sem staurinn er í, settur á þann stað, sem
lieyið á að fara á, varpan svo breidd niður á jörð og járn-
hælunum í jaðrinum stungið niður með því að stíga á þá
með fætinum. Nú er hægt að nota þá aðferð, sem hverjum
þykir bezt henta hjá sér við að koma heyinu heim. Það
má vta því með hestýtu upp á vörpuna, draga það á sleða
og hvolfa því á vörpuna eða draga sætið í einu lagi utan af
túninu og upp á vörpuna. Hæfilegt sæti til að draga þannig
er 3 til 5 hesthurðir að stærð, eftir því hve mörgum hest-
um er beitt fyrir. Hér eru venjulega hafðir 3 til 4 hestar
við dráttinn. Þegar heyhlassið er þannig komið á vörpuna,
þá er öðrum enda langa kaðalsins hnýtt í þann enda vörp-
unnar, sem niðri er. Hinum enda kaðalsins, sem járnkrók-
urinn er í, er krækt í hemlana, og svo eru hestarnir keyrðir
fram, þar lil að hlassið er komiö á sinn stað í tóttinni eða
hlöðunni. Er ])á ekki annað að gera en að laga til úr hlass-
inu og koma svo vörpunni fyrir á ný. Til þess að koma hey-
inu heim notum við liér aðallega tvær aðferðir: Við ýtum
heyinu með hestýtu eða sætum fyrst og tökum svo sætin
með því að setja í þau tvöfaldan kaðal með nokkrum þver-
böndum. Á endum kaðalsins eru hagldir, sem annar kaðall
er dreginn í, og lykkjur á báðum endum hans, sem krækt er