Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 23
B Ú F RÆÐINGURTN N
21
verið talin: Hún er vatnsrík og því ekki auöug af jurtanær-
andi efnuni, borið saman við aðrar tegundir búfjáráburðar.
Hiin er þétt og hefur í sér lítið af lofti. Hiin rotnar þvi seint
og er eklti fljótvirkur áburður. Hún er því talin kaldur
áburður, en verkanir hennar vara lengur en hinna tegunda
búfjáráburðarins. Ef blandað er í hana mómold eða hrossa-
taði, verður hún lausari í sér og fljótvirkar-i. Kúamykja á
bezt við lausan, heitan jarðveg, en annars má nota hana hvar,
sem er. Flestar jurtir þrífast vel af kúamykju. Þó er hún talin
ciga lakast við kartðflur. Rófur og kál þrífast vel af henni
svo og túnjurtir og korn.
2. Sauðatað.
Magn sauðataðsins er ákaflega misjafnt hér á landi. Sam-
kvæmt 10 athugunum, er höfundur lét gera víðs vegar um
landið veturinn 1940—1941, er meðaláburðarframleiðsla á
kind 180 kg yfir veturinn. Meðalþykkt sauðataðs í fjárhús-
unum eftir veturinn er talin um 30 cm í þessum athugunum,
en 1 m8 sauðataðs reyndist vigta 1133 kg. Höfundur hefur
tvisvar athugað magn sauðataðs á Hvanneyri. Þvkkt þess
reyndist 40—50 cm og þyngdin 240—-300 kg. Stóð féð inni
mestallan veturinn. Eftir þessu á hver cm í þykkt taðsins í
meðalstórum fjárhúsum að vega um 6 kg. Samkvæmt fram-
anskráðum athugunum virðist hlutfallstalan 2 milli fóður-
þurrefnis og áburðar vera fullhá. Ef lil vill stendur þetta í
sambandi við beitina. Ætti þá við hana að tapast hlutfalls-
lega meira af áburði en vinnst af fóðurþurrefni. Þetta er þó
órannsakað mál. Erlendis er talið, að af hverjum 100 hlutum
sauðataðs séu 70—75 hlutar saur og 25—30 hlutar þvag.
Meðalefnamagn sauðataðs er um 0,8% köfnunarefni, 0,2%
fosfórsýra og 0,7% kalí, en vatnið er um 69,0%.
Helztu einkenni sauðataðs eru þessi: Það er þurr áburður
(oftast), laus í sér, er auðugt al' jurtanærandi efnum, einkum
auðleystu köfnunarefni. Af þessum ástæðum hleypur auð-
veldlega hiti í þennan áburð, ef hann stendur í haug, hann er
heitur ábuiður. Við gerðina getur auðveldlega tapazt mikill
hluti af köfnunarefninu sem stækja. Þessi áburður verkar
fljótt, en ekki mjög lengi, er því hentugur á þétta og kalda
jörð, eykur einkum blaðvöxt jurtanna og eggjahvítumagn,
en ekki að sama skapi sterkju. Þess vegna telja sumir fræði-