Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 142
140
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
eitl járn (vinkiljárn) í stað hnífs og skera, en enga veltifjöl,
svo að strengurinn lá skorinn, en að öðrn leyti óhreyfður í
plógfarinu. Hestarnir gátu því gengið á heilli jörð, og ekkert
lá á að taka upp úr skurðunum jafnóðum. Þessir plógar
náðu þó ekki útbreiðslu, hafa sennilega þótt of þungir í
clrœtti fyrir hesta. Það hefur heldur aldrei orðið almennt, að
plógur og hestar væru notaðir við skurðagerð, þó að með því
megi spara mannsaflið, þar sem aðstaða er sæmileg. Hest-
aflið er lika nokkuð takmarkað, til þess að hægt sé að nota
það til slíkra hluta, þar sem jarðvegur er harður eða seigur.
Oft skorti líka mannafla til að taka upp úr skurðunum jafn-
óðum, en það var nauðsynlegt, svo að þykkir strengir gætu
oltið og götuhesturinn gæti gengið i plógfarinu, sem og oft
vildi reynast of blautt til að halda uppi hestunum, þó að gras-
rótin væri vel fær um það.
Nú er aðstaðan allt önnur og betri, síðan dráttarvélarnar
komu með jötunafl sitt í þjónustu okkar. Dráttarvélarnar
draga alla venjulega plóga hiklaust í gegnum hvaða jörð sem
er, ef þær fljóta sjálfar, og allir geta stjórnað plóg á eftir
dráttarvél.
Sé vel plægt fyrir skurðum með dráttarvél, getur það spar-
að allt að helmingi vinnu við að talca upp úr þeim efstu
stunguna. Þar sem búnaðarfélög eða einstaklingar hafa
dráttarvélar í umferð, koma þær oftast einu sinni á ári á
hvern Iiæ. Þá þarf bóndinn að láta plægja íyrir þeim skurð-
um, sem á að grafa það árið, verði því við komið. Það þarf
að stinga fyrir skurðunum öðrum megin, áður en plægingin
hefst, og gera það þannig, að hægt sé að plægja báðar leiðir,
þar sem skurðir liggja samhliða og nála^gl hver öðrum. Gott er
að hafa strengina 30—35 cm breiða og álíka þykka. Með drátt-
arvél er hægt að plægja fyrir 600—1000 m- á klukkustund.
Bezt er að láta strengina falla rétta á plógfarið, og geta þeir
legið þar, þangað til að hentugleikar eru á að grafa skurðinn.