Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 150
Heygálgi.
Eftir Guðmund Pálsson, Guðlaugsstöðum i Húnavatnssýslu.
Síðan sumarið 1935 hef ég notað heygálga við upphölun á
heyi í fúlgur og lieystæði og tel hann mjög lientugan, ódýran
og auðvelt að flytja liann milli heystæða. Hann skýrist hezt
með myndunuin, sem með fylgja. (Sjá 16. og 17. mynd.)
Grindin, sem ris upp við fúlguna eða lieyið, er þannig
gerð, að hliðar hennar eru úr 4 X 4" trjám 25 feta löngum,
en þverslárnar að ofan og neðan úr 2 X 6" plönkum. Efri
þversláin er 5—6 feta löng, og þarf að festa liana mjög vand-
lega við efri endann á hliðartrjánum, en neðri þversláin er
10 feta löng, og skal hún festast nærri neðst á hliðartrén,
en þau þurfa að grafast allt að því 1 fet í jörðu, til þess að
grindin skorðist vel að neðan.
Á miðja el’ri þverslána er fest blöklc fyrir dráttarkaðalinn,
sem gengur svo aftur í gegnum aðra blökk, sem fest er við
neðri þverslána út við hliðartréð öðrum megin. Að ofan er
grindin bundin föst með tveimur vírstrengjum. Má annar
þeirra liggja beint aftur yfir heystæðið. Skal hann festur i
miðja efri þverslána (eða í kaðallykkju, sem sést á mynd-
inni) og hinn endinn í sterkan hæl 9—10 m aftan við hey-
stæðið. Hinum strengnum þarf að liaga eftir því, hvorum
megin neðri dráttarblökkin er fest í grindina. Ef hún er fest
út við hliðartréð til hægri, eins og sýnt er á myndunum, þá
á að festa strenginn á efra horn grindarinnar vinstra megin
og í sterkan liæl vinstra niegin við heystæðið. En sé neðri
dráttarblökkin fesl vinstra megin í grindina, þarf vírbandið
að liggja út frá henni til hægri.
Ekki er hægt að reisa grindina upp að lieyinu, fyrr en hey-
hleðslan er orðin 6—8 feta há þar, sem grindin á að leggjast
upp við. Grindin er látin hallast dálitið inn yfir heyið (fúlg-
una) að ofan, og á myndunum sést, hvernig nokkrum borð-
um er raðað upp að heyinu, til þess að sáturnar ýfi ekki upp