Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 149
BÚFRÆÐINGURINN
147
á hemlakrókinn, og herðist þá svo að sætinu, að draga má
það hvert, sem vill, án ])ess að nokkur slæðingur komi.
Auk hestanna þarf við svona lagaða inntöku á heyi einn
fullkominn mann við tóttina ásamt unglingi til hjálpar við
að liagræða vörpunni og ungling við að keyra hestana og
stúlku til að taka rakið undan sætinu og setja kaðalinn á
sætið með þeim, er keyrir.
Nú í sumar athugaði ég nákvæinlega, hve langur tími fór
í að fara með ferðina. Heyið var í hér um bil 50 til 60 in fjar-
lægð frá tóttinni. Frá því að hlassið var komið á vörpuna og
þar til að hestarnir voru farnir af stað aftur, fór ein mínúta.
Sömuleiðis fór ein mínúta í að setja kaðalinn á sætið og
koma heslunum af stað með það. En í ferðina fóru þrjár min-
útur — eða alls í ferðina fimm mínútur. 3 hestum var heitt
fyrir, og sætin voru um 4 hestburðir. Sé heyið langt frá, þá
gengur lengri tími í ferðalög. Þess verður alltaf að gæta að
fara aldrei óþarfa króka með hestana. Því er það, að við lát-
um hestana taka í kaðalinn yfir tóttina, ef heyið er sótt í
þá átt, en annars frá þeim stað, þar sem komið er með
hlassið, og í áttina til heysins. Aðalkostur við þessa aðferð er,
live auðvelt er fyrir hestana að velta heyinu upp í heystæðið.
I lágar tóttir má oftast komast af með að láta kaðalinn
fara yfir húsin á staur, sem lagður er flatur og kaðallinn
dregst yfir. Þarl' ])á ekki að setja niður staurinn og blökk-
ina, en aðeins búa vel um vörpuna og kaðalinn.
Það er hægt að velta upp á hlið heysins og á enda þess
alveg eftir því, sem hentast þykir í livert skijiti. Sé aftur á
móti velt í hlöður og veggur upp í hlöðugatið sé hár, er nauð-
synlegt að leggja jilanka eða staura á ská upj) að gatinu, svo
að veltan verði léttari. Aðalgalli við hlöðugötin er sá, að þau
eru flest allt of lítil til þess, að hægt sé að velta nokkuð stóru
hlassi inn. Ætti að athuga það, þegar nýjar hlöður eru reistar.
Einnig vil ég geta þess, að við höl'um aðra aðferð til að koma
heyinu upp í tóttir, sem sé, að við höfum háan staur með
gaffli og tvöfalda blökk uppi og aðra einfalda niðri og höl-
uin svo upp hlassið og veltum því inn á lieyið. Þessi aðferð
er nokkuð seinlegri en hin vegna þess, hve hátt verður að
liala, og það er líka nokkuð dýrara að koma henni á vegna
þess, hve allt þarf að vera traust. En því verður ekki neitað,
að hún er skemmtilegri við há hey.