Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 77
B Ú F R Æ Ð I N G U 111 N N
75
einnig þar, að hann gefur meiri uppskeru en búfjáráburður,
þegar miðað er við sama magn af jurtanærandi efnum. Yfir-
burðir hans eru þó nokkru minni á slíku landi en á ræktar-
góðri jörð.
Af þessu virðist auðsýnt, að tilbúinn áburður getur að
fullu komið í stað búfjáráburðar, hvað verkanir snertir, og
er því réttmætt að miða verðgildi hins síðarnefnda við til-
búna áburðinn, eins og áður hefur verið sagt.
Verkanir búfjárábarfíar og tilbúins áburfíar bornar saman. Hér
á landi hafa ekki verið gerSar tilraunir, þar sem á réttan hátt er
hægt aS gera samanburS á verkunum tilbúins áburSar og lnifjár-
áburSar. Skulu því sýndar niðurstöður nokkúrra danskra tilrauna,
þar sem reyndir voru misstórir skammtar af áburSi. Árangurinn
af þessum tilraunum var í stuttu máli sá, aS hálfur skammtur af
tilbúnum áburði gaf allt að því eins mikla uppskeru og heill
skammtur af búfjáráburSi, og var þá miSaS við magn jurtanær-
andi efna í áburðinum, þegar hann var borinn á. Þetta skal sýnl
nánar í eftirfarandi töflu:
Vaxtarauki, fe á ha
Tilraunastöð 1/2 tilb. áb. 1 búfjáráburður
Aarslev 1120 1100
Lyngby 1370 1340
Studsgaard 700 900
Frá józku heiðunum .... 940 980
Meðaltal 1033 1095
Hlutföll 100 100
Notagildi búf járáburðarins er þvi rúmlega helmingur á móti
tilbúnum áburði, miðað við innihald verðmætra efna, eða nán-
ar til tekið nm 60%.
{ innlendum tilraunum, þar sem gerður hefur verið saman-
burður á tilbúnum áburði og búfjáráburði, befur sá síðar-
nefndi yfirleitt ekki verið efnagreindur. í sumar þeirra vant-
ar áburðarlausa reiti, svo að ekki er hægt að reikna út vaxt-
araukann. Og Ioks bafa ekki verið reyndir misstórir skainmt-
ar af áburði. Af öllu þessu leiðir, að um ör US8 an samanburð
er hér ekki að ræða. En eftir þeim ályktunum, sem þó má
draga af þessum tilraunum, virðist svo, að verkanir búfjár-
áburðar, miðað við tilbúinn áburð, séu líkar hér og i Dan-
mörku og a. m. k. ekki meiri.
Lengi voru menn í miklum vafa um það, hvað orsakaði
þennan mikla mismun í verkunum búfjáráburðar og tilbúins