Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 71
B Ú F R ÆÐ I N G U R 1 N N
69'
í áburðinum. Næringarcfni jnrtanna geta mcð öðrum orðum
ekki komið lwcrt i annars stað ncma þá að mjög litlu legti.
Siðari hliili Liebigslögmáls er á þá leið, að þegar áburðurinn
er aukinn, vaxi uppskeran að vissu marki jöfnum skrefum, en
standi síðan í stað úr því. Ef viss skammtur af áburði gæfi upp-
skeruna 100, þá ætti tvöfaldur skammtur að gefa 200 og þrefaldur
skammtur 300, og ef hámarksuppskerunni væri t. d. þá náð, þá
ætti aukinn áburður ekki að gefa aukna uppskeru úr því. Þessi
hluti Liebigslögmáls hefur ekki reynzt réttur eftir síðari tíma
rannsóknum, og verður nánar frá þvi slsýrt í næsta kafla hér á
eftir.
2. Lögmálið um minnkandi vaxtarauka.
Það er á þá lund, að vaxtaraukinn (miðaö við vöxt án
áburðar) verði minni og minni, eftir því sem meira er borið
á, miðað við hverja þungaeiningu áburðar. Ef t. d. 100 kg
af tilbúnum áburði gæfu vaxtarauka 5 hestburði, þá ættu 200
kg ekki að gefa vaxtarauka 10 hestburði, heldur eitthvað
minna (t. d. 9), og 300 kg tiltölulega enn minna (t. d. 12).
Þegar komið er að vissu marki með áburðarmagnið, hættir
uppskeran að aukast, stendur í stað, en fer svo aftur að
minnka og getur lcomizt alla leið niður í ekki neitt. Þetta er
af sumum skýrt á þann hátt, að allur áburður hafi tvenns
konar verkanir: gagnteg eða nærandi áhrif og eituráhrif.
Meðan áburðurinn er lítill, eru gagnlegu áhrifin yfirgnæf-
andi, en eituráhrifin vaxa með auknu áburðarmagni, verða
gagnlegu áhrifunum jafnsterk, síðan sterkari og geta að lok-
um eyðilagt uppskeruna gersamlega. Þetta sjáum við bezt,
þegar litlir blettir í túnum fá mjög mikið af sterkum áburði.
Þá brennur undan, sem kallað er. Jurtirnar hafa ekki þolað
hina sterku upplausn jarðvatnsins.
Ýmsar forniúlur hafa komið fram um það, hvernig hlutfallið er
milli Aburðarmagns og uppskeru. Hér verður ekki farið langt út i þá
sálma, en ]>ó skal sýnd formúla þýzka vísindamannsins Mitscherlichs,
en hún er allmikið notuð:
log. (A -4- y) = log. A -4- Cx
A = Hámarksuppskera við viðkomandi vaxtarskilyrði.
y = uppskera sú, er fengizt hefur.
x = áburðarmagnið.
C = ákveðin stærð (faktor).
Þýðing þessarar formúlu iiggur aðallega i þvi, að með henni er hægt
að reikna út uppskeru í tilraunum eftir áburðarmagn, sem hefur ekki
verið reynt í tilrauninni. Ef t. d. borin hafa verið á tilraunasvæðin
200, 400 og 600 kg af áburði, þá er hægt að reikna eftir formúlunni