Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 155
Haldið peningshúsunum hreinum.
Eftir Runólf Sveinsson skólastjóra-
Það mun eflaust mega segja hið sama um peningshúsin
hér á landi og um híbýli fólksins, að þau eru misjöfn að
úlliti og gæðum. Þau eru gerð úr misjöfnu efni, misstór og
misjafnlega vel gcrð. Hið algenga, gamla efni og það efni,
sem löngum hefur mest verið byggt úr hér 'á landi, torf og
grjót, hafði og hefur hæði kosti og galla. Það er lítið varan-
legt efni, og verður því að byggja húsin oft upp. Annar galli
á þeim er þó verri, og hann er sá, að mjög erfitt er að halda
torfhúsunum hreinum. Það gildir þó alveg sérstaklega um
fjósin. Síðan farið var að byggja úr öðru efni, eins og timbri,
járni og steinsteypu, liafa luisin hreytzt mikið, að sumu leyti
til liins verra, en eru þó að ýmsu leyti hetri. Það er miklum
mun hægara að halda steinsteyptum húsum hreinum, og er
það mikið skilyrði við alla skepnuhirðingu. Þó er það svo,
að steinhúsin slaga oftast mikið og þurfa meðal annars af
þeirri ástæðu mikla hirðingu.
Það má skipta hirðingu peningshúsanna í tvennt: 1. dag-
lega hreingerningu, 2. árlega hreingerningu.
1. Dagleg hreingerning. Það er mjög misjafnt, hvernig menn
ganga um peningshús og hlöður. Sums staðar veður allt út í
heyi og óhreinindum. En til er, að öll hús eru fáguð, hrein
og þokkaleg. Allir þekkja muninn, sem yfirleitt er á sóðan-
um og snyrtimanninum. Hreinlæti og þrifnaður í peningshús-
um eru dyggðir, sem Islendingar eiga of lítið af.
Búfé okkar er yfirleitt þrifið. Jafnvel svínin eru aðeins
„svín“, ef svínahirðirinn er „svín“. Þó mun vera álitið, að kýrn-
ar séu freniur sóðalegar. En því fremur þarf alveg sérstaklega
að gæta að hreingerningu fjósanna. Við eigum erfiða aðstöðu
hér á landi með að halda básunum þurrum og hreinum
vegna þess, að við höfum ekki mikið af ódýrum hálmi til þess
að bera í flór og hása, eins og víða er gert erlendis. Básar