Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 49
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
47
er á. Ber sérstaklega að varast sprungur i veggjum eða gólfi.
Öll steypa þarf að vera sterk, annaðhvort með slitlagi eða
kústuð tvisvar upp úr sterku cementsvatni. F2r þetta hvort
tveggja í senn nauðsynlegt til þess að sporna við því, að
áburðargeymslan leki, og lil þess að auka endingu hennar,
þvi að í áburðinum myndast ávallt allmikið af sýrum og lút-
um, sem éta sig inn í steypuna, ef hún er óslélt og veik. Má
á engan hátt vera ónýtari steypa í áburðargeymslum en öðr-
um steinsteyptum húsum.
Veggirnir séu um 25 cm á þykkt, og skal grafa fyrir þeim
niður fyrir frost, ella hættir þeim við að springa. Styrkleiki
steypu sé 1 : 2y2 : 3x/2 eða 1 : 3 : 3. Hið fyrra, ef sandur og
möl er fíngert, en hið síðara, sé sandur og möl frelcar gróft.
Þó þarf minnst % hluti sandsins alltaf að vera fínn. í vegg-
ina má leggja grjót. Skal það gert um leið og steypt er og
því hagrætt vel í steypunni, svo að hún verði ekki við það
holótt eða gölluð á annan hátt. Þetta sparar mikið í öðru
efni og vinnu, ef grjótið er nærtækt. Fljótlegast og öruggast
til þess að geta fengið sprungulausan vegg er að slá upp
mótum fyrir öllum veggjum i einu og stevpa þá í einu lagi.
En til þess þarf mikinn mótavið, um 5000 fet af borðvið
1 X 5" í áburðargeymslu, sem er 100 m3 að stærð. Má gera
ráð fyrir, að hann rýrni um 25% við notkunina.
Glólf þarf að vera 8 cm þykkt. Ekki þarf að gera ráð fvrir
sérstöku slitlagi á gólfinu, því að slétta má steypuna, um
leið og frá henni er gengið.
Loftið skal vera 10—12 cm þykkt, þar af 1 cm slitlag. í því
þarf að vera steypustyrktarjárn meira eða minna eftir stærð
áburðargeymslunnar. Sé geymslan stór, þarf einnig' að hafa
hita og stoðir undir þakinu, einkum ef gripahús eru ofan á
henni. Þegar sérþró er fyrir þvagið, er hentugt að gera hana
í öðrum enda geymslunnar. Kemur þá milliveggur hennar í
stað bita. Annars mun hentugt millibil milli bita 2,5—3,1 m
og nokkru lengra á milli stoði. I áburðargeymslu undir
Hvanneyrarfjósinu eru 3,2 m milli bita og 4 m milli stoða.
Stoðirnar mega ekki standa á gólfi áburðargeymslunnar,
heldur þarf að grafa sérstaklega fyrir þeim. Sverleiki hit-
anna sé um 20 cm, en stoðirnar lítið eitt sverari.
Dgraumbúnaður þarf að vera vel vandaður. Bezt er að hafa
föls í dyrastöfunum og renna þar i tveggja þumlunga plönk-