Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 70
68
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
tap steinefna minna tiltölulega. Steinefnin tapast, eins og áð-
ur er sagt, eingöngu í lagarkenndu ástandi, ineð mykjulegi,
og er í flestum sæmilega góðum áburðargeymslum tiltölulega
auðvelt að koma í veg fyrir það.
C. Verkanir búf járáburðar og notkun.
I þessuin kafla, einkum fyrri hluta hans, verður einnig
nokkuð minnzt á tilbúinn áburð.
I. Lögmálin um verkanir áburðarins.
Fyrr og síðar hafa komið fram ýmis lögmál um verkanir
áburðar. Sum þeirra eru allflókin og krefja stærðfræðilegrar
kunnáttu. Hér verður drepið á þau helztu, er hagnýta þýð-
ingu hafa fyrir bóndann.
/. Lágmarkslögmál Liebigs.
Fyrri hluta þess má setja fram eitthvað á þessa leið: Upp-
skeran takmarkast af því nauðsynlegu næringarefni jurt-
anna, sem tiltölulega minnsl finnst af i jarðveginum i hlut-
falli við þörf jurtanna. Þegar eitthvert ákveðið næringarefni
er í lágmarld, er auðveldast að ná uppskerunni hærra með
því að bera á áburð, sem hefur i sér fólgið þetta efni. Ef
t. d. fosfórsýra er í lágmarki, er það tiltölulega áhrifalítið
á uppskeruna, þótt borinn sé á köfnunarefnis- eða kalíáburður,
heldur verður að nota fosfósýruáburð, og sé fosfórsýran í
algerðu lágmarki, þ. e. a. s. ekkert sé til af henni í jarðveg-
inum í aðgengilegu ástandi fyrir jurtirnar, þá er það ekki
einungis gagnslaust að bera á köfnunarefnis- eða kalíáburð,
heldur geta þær tegundir blátt áfram verkað sem eitur.
Mjög einhliða áburður getur því sett uppskeruna niðnr í
stað þess að auka hana, en slikt mun þó tæplega koma fyrir
við almenna óburðarnotkun. Lágmarkslögmál Liebigs hefur
stundum verið útskýrt með keri eða tunnu með mislöngum
stöfum. Ef hellt er vatni í ílátið, tollir ekki meira í því en
upp að þeim tunnustafnum, sem lægstur er. Og vilji menn
l'á tunnuna til að taka meira vatn, þá er eina ráðið að bæta
við þann stafinn. Hilt hefur engin áhrif, þó að hinir séu
lengdir. Jarðyrlcjumanninum er því nauðsynlegt að vita í
hverju tilfelli, hvaða efni eru í lágmarki, og nota mest af þeim