Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 94
92
BÚFRÆÐINGURINN
6. mynd. Mykjukuísl. Slikar í> cða (i álma kvíslar eru rcttu
áhöldin til þess að moka mcð vcl hirtan álmrð.
minni en þegar úrmoksturinn var grófari. Munaði það um
2%. Áburðurinn lá nokkra daga eflir dreifingu og var síðan
plægður niður.
Ef draga má ályktun af þessum dönsku tilraunum hér á
landi, virðist mega ráða til að dreifa búfjáráburði á tún ekki
mjög smátt, ef honum er dreift í þurru veÖri, en sé dreift í
regni, mun fíngerð dreifing vera æskileg.
Þegar dreift er i mjrækt eða matjurtagörðum, skgldi ávallt
moka mjög smátt úr, ef áburðurinn er plægður eða herfað-
ur niður strax eftir dreifingu, en annars grófara. Yfirleitt
má lelja, að smágerð dreifing sé nauðsgnlegri í mjrækt og
garða en á tún. Þetta orsakast af því, að við plægingu eða
herfingu dreifist áburðurinn mjög lítið um jarðveginn. Hver
áhurðarklessa er plægð eða herfuð niður á sínum stað, og
svo er ef til vill langt hil að þeirri næstu. Þetta jafnast mjög
Iítið i moldinni, nema því meiri jarðvinnsla eigi sér stað
eftir dreifingu. Hins vegar dreifir slóðinn úr áhurðarkless-
unum á túninu, svo að áburðarlagið verður alls staðar til-
tölulega svipað að þykkt.
Þegar um sauðatað er að ræða, þarf ofl sérstakar aðgerðir
til þess að mylja það, áður en því er dreift. Taðkvarnirnar
gömlu voru ágætar, en þær eru óðum að týna tölunni vegna
þess, hve vinnufrekar þær eru. Ágætt er að mylja sauðatað
með dislcherfi. Verður þá að setja taðið í raðir eða liring og
herfa það þar í sundur. Mun mega gera þetta á túninu, þar
sem áhurðinum skal dreift, en varast þarf að skenima jarð-
veginn. Hinu mulda taði má aka út á túnið með hestareku.