Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 156
154
B U F R Æ Ð I N G U U 1 N N
í nær öllum fjósum landsins eru of langir, meðan kýrnar
éta, svo að þær leggja bæði saur og þvag i básinn, eða þá of
stuttir, þegar Jokað er fyrir jötur, svo að þær standa aftur í
flór og bera óhreinindin upp í básinn. Jötuútbúnaður Hann-
esar Sigurðssonar í Vestmannaeyjum fyrirbyggir þó þetta
Javort tveggja. En hann mun l^osta nolckru meira en hinn
venjulegi básaumbúnaður og auka vinnu í fjósunum. — Árið-
andi er í hverju peningshúsi að hreinsa saur og þvag oft
á dag, þar sem það getur fallið í bæli dýranna. Enn íremur
þarf að hreinsa jötur daglega. Kostur er J>að vegna lirein-
gerninga liúsanna, að gólf og veggir séu slétt húðaðir með
steinlími.
2. Árleg hreingerning. Minnst einu sinni á ári þarf að gera
öll peningshús Vel lirein, eftir því sem liægt er. Auðveldasta
og ódýrasta hreingerning á steinhúsum er Javottur og síðan
kölluin. Auk Jiess, sem lcalltið er lireinlegt i luisum, er Jaað
mjög sótthreinsandi. Alveg sérstaklega gildir Jiað uin fjósin,
að nauðsynlegt er að gera Jaau vel lirein og sótthreinsa að
minnsta liosti einu sinni á ári.
Það virðist svo, að búfjársjúkdómar fari nú vaxandi hér
á landi. Það gildir J)ó einkum um sjúkdóma i sauðfé og
kúm. Ein sterkasta vörnin gegn flestum sjúkdómum er
breinlæti í húsum, þrifnaður við meðferð fóðurs og hirð-
ingu gripanna. Afurðir búfjárins, magn ])eirra og verðmæti
er að miklu leyli liáð umgengni í húsum J)ess og fóðurmeð-
ferð allri. Hirðið því J)æði l)úfé ykkar og peningsliús vel.
Verðlaunamyndir Eimreiðarinnar.
I 4. liefti EimreiSarinnar 1941 birtast þrjár myndir, er fengu
verðlaun í ljósmyndasamképpni tímaritsins áriS 1941. Ein þeirra,
sú er féklí 2. verðlaun, er af „heimaalningi". Mér er ekki vel ljóst,
hvað tíinaritið Eimreiðin hefur séð merkilegt við þessa inýnd.
LambiS, sem sýnt er, virðist mér vera af lakara tagi. Það er úfið í
háralagi og svipdauft. Auk þess er myndin illa tekin, lambið stendur
skakkt fyrir Ijósmyndaranum. Það er ekki nema gotl um það að
segja, að tímarit birti myndir af sviði landbúnaðarins, cn æskilcgt
tel ég, að slíkar myndir séu yfir meðallag að gerð og efni. Um
hinar myndir Eimreiðarinnar skal hér ekki fjölyrt. G. ./.