Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 164
162
BÚFRÆÐINGURINN
Uppskeran er mikil, því að tilraunin er gerð á vel forrækt-
aðri mýrarjörð.
Þar, sem sildarmjöl hefur verið notað eingöngu sem köfn-
unarefnisáburður (c), hefur noiagildi köfnunarefnis í mjöl-
inu orðið að meðaltali 80, þegar það i saltpétri er selt 100.
Þar, sem fiskmjöl var notað eingöngu sem köfnunarefnis-
áburður, hefur notagildi þess orðið 82.
Hver er nú áburðarkostnaðurinn? Miðað við árið 1937 hefur
liann orðið að meðaltali á livern 100 kg heyhest vaxlarauka
(vegna köfnunarefnis) sem hér segir:
b. Tilbúinn áburður eingöngu .................... kr. 3.14
c. — — + síldarmjöl .............. — 8.47
d. — — + sildarmjöl að % — 5.27
e. — — + fiskmjöl ................. — 5.85
f. — — + fiskmjöl að % ............ — 5.88
Ef aðeins er miðað við köfnunarefnisverkanir mjöltegund-
anna, þá má síldarmjöl til áburðar kosta kr. 9,00 100 kg og
fiskmjöl kr. 9.78, miðað við verðlag á saltpétri 1937, en ef tekið
er lillit til fosfórsýrumagns þess, sem er í síldar- og fiskúr-
gangsmjöli og gert ráð fyrir, að það komi að notum í stað
þess, sem hefur verið sparað i tilrauninni af superfosfati í
þeim liðum tilraunarinnar, þar sem það var notað, þú má síld-
armjöl kosta kr. 12.08 og fiskúrgangsmjöl kr. 14.00, allt miðað
við meðalnotagildi þessara áburðarlegunda í 4 ár og verðlag
tilbúins áburðar 1937. Það, sem sérstaklega kom fram við
þessar tilraunir, var það, að mjöltegundirnar notast verr í
Ivöldum sumrum en tilbúinn áburður, og miðað við verðlag
mjölsins og tilbúna áburðarins á venjulegum tíinum, þá borgar
sig alls ekki að nota þær til áburðar á tún. Hilt er annað mál,
bvað gert er á stríðstímum, ef tilbúinn áburður fæsl ekki eða
af skornum skammti. Þá má nota þessar injöltegundir til
áburðar, þó að það verði ávallt mjög dýr áburður. Við ákvörð-
un áburðarskammtanna í þessum tilraunuin var farið eftir
efnagreiningu, sem gerð var á mjöltegundunum, áður en þær
voru notaðar. Öll árin var borið jafnmikið á miðað við efna-
innihald i mjöltegundunuin og kg köfnunarefnis í b-liðnum.