Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 79
BUFRÆÐINGURI N N
77
100 kg) fyrir uppskipun og heiniflutningi. Samkv. þessu fæst eftir-
farandi verð á hvert kg næringarefnis: köfnunarefni kr. 2.22, fos-
fórsýru kr. 1.08 og kalí kr. 1.04. Útreikningur kúamykjunnar litur
þá þannig út, miðað við 100 kg áburðar:
Köfnunarefni ........... 0,54 x 2,22 = 1,20 kr.
Fosfórsýra ............. 0,13 X 1,08 = 0,14 —
Kalí .................. _0,G1 X 1,04 = 0,63 -
Alls 1.97 kr.
1,97 X 60% = 1,18 —
Frá þessari upphæð, kr. 1.18, þarf að draga nokkra upphæð
fyrir því, live notkun biífjáráburðar er fyrirhafnarmeiri en notkun
lilbúins áburðar. Samkvæmt uppgerð búreikninga undanfarin ár
virðisl mega draga um 25% af verðmæli áburðarins frá fyrir þessu.
Verður ]jað hér um 30 aurar. Eftir verða þá kr. 0,88, sem ætti að
vera hið raunverulega verðmæti kúamykjunnar eftir cfnamagni
hennar, miðað við tilbúinn áburð árið 1941. Rciknað á sama hátt,
fæst fyrir sauðatað kr. 1,25 og hrossatað kr. 0,80 á hver 100 kg
áburðar. Hér er miðað við áburðinn blandaðan (þvag og saur).
Torfi i Ólafsdal virti búfjáráburðinn hlutfallslega nokkuð öðru-
vísi: kúamykju á kr. 0,40, sauðatað á kr. 0,54 og hrossatað á lcr.
0,48, allt miðað við 100 kg. Fáeinar dreifðar tilraunir hafa verið
gerðar um samanburð á tegundum búfjáráburðar, en árangur
þeirra er mjög ósamhljóða.
í eftirfarandi töflu skal sýndur samanburður á búfjáráburðar-
tegundunum í hlutfallstölum, þar sem kúamykjan er sett 100. I
fremsta dálki eru hlutfallstölur samkvæmt ofanskráðum 'útreikn-
ingi eftir efnamagni, í öðrum dálki niðurstöður Torfa i Ólafsdal og
í þriðja dálki árangur tilrauiiar á Hvítárbakka.
Iifna- Frá Frá
innihald Ólafsdal Hvitárbakka Mcðaltal
Kúamykja ............ 100 100 100 100
Sauðatað ............ 142 135 125 134
Ilrossatað ............ 91 120 105 105
Eftir þessu ætti kúamykja og hrossatað yfirleitt að vera svipað
að gæðum, miðað við 100 kg, en sauðatað 25—40% betra. En hlul-
fallið getur verið mjög hreytilegt, eins og áður hefur verið lýst,
og fer fyrst og fremst eftir fóðrun dýranna.
Eftir þessu vil ég áætla ársáburðinn, sem hægt er að safna,
á einstakling þannig:
Kúamykja: 10500 kg nýr áburður, léttisl um 15—20% við
geymsluna og tapar allt að því eins miklu af verðmætum efn-
um; 8500 kg á kr. 0.88 = 75 kr.