Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 53
BÚFRÆÐINGURINN
51
Hins vegar er það í rauninni ekki rétt að taka hér í sama
flokki bæði saurinn og þvagið, þar sem það er haft aðskilið,
því að kostnaður við þvaggryfjuna er tiltölulega miklu minni
en við haughúsið, borið saman við verðmæti áburðarins.
Þetta skal nú athugað nokkru nánar.
Stærð haughússins er 4 sinnum meiri en þvaggryfjunnar,
en þar sem skilveggurinn kemur jafnt á hvort tveggja, vil ég
iáta gryfjuna bera heldur meira en sinn hluta af kostnaðin-
um, sem er % hluti. Af kostnaðinum alls, 580 kr. á kú, vil ég
áætla, að 140 kr. heyri til þvaggryfjunni, en 440 kr. haughús-
inu. Árlegur kostnaður, 6%, af þvaggryfjunni er þá kr. 8.40
á kú, og er það um Yíhluti af verðmæti þvagsins, sem telja
má, eins og síðar skal sýnl, um 37 kr. virði eða helming mykj-
unnar. Enginn vafi getur leikið á því, að þetta borgar sig. í
góðri þvággryfju geymist þvagið betur en á nokkurn annan
liátt, og sparast vissulega við það meira en % af verðmæti
þess. Árlegur kostnaður af haughúsinu er kr. 20.40, cn það
er um 70% af verðmæti saursins, sem telja má um 38 kr.
virði. Líklegt er, að saur áburðarins geymist litlu lakar úti
i sæmilega góðu haugstæði en inni í haughúsi, svo að það er
óhugsanlegt, að bygging haughúsa svari kostnaði með þessu
verðlagi.
1 þessu sambandi er þó ýmislegt fleira, sem kemur til
greina. í fyrsta lagi eykur það mjög þægindi og getur sparað
vinnu að hafa haughús í stað haugstæðis. Þetta á ba'ði við
uin mokstur áburðarins úr fjósinu og útakstur hans á túnið.
Er jafnan ha'gt að vinna þessi verk næstum á hvaða tíma, sem
er, án þess að frost eða snjóar valdi töfum. I öðru lagi eru
haughús ávallt til hins mesta þrifnaðarauka á bæjum. I þriðja
lagi má teljast sanngjarnt, að þegar fjós eða önnur penings-
hús eru reist ofan á haughúsum, ])á séu þær Injggingar látn-
ar bera nokkurn hluta af kostnaði við haughúsið, a. m. k.
hálft þalc þeirra og nokkuð af kostnaði við veggi, því að
áburðarhúsið sparar alveg kostnað við að grafa i'yrir þeim
og gera þá upp að fjósgólfi. Og stundum þarf hvort sem er
að grafa svo mikið niður fyrir veggjum fjósanna, að segja
má, að allmikið rými fáist þar fyrir Htið verð. Það er lillu
eða engu meira verk að grafa upp úr grunninum öllum með
hestareku en fyrir veggjunum einum með skóflu, og ef grjót
er ekki því nærtækara, verða veggirnir litlu ódýrari, þótt