Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 93
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
91
verið hentugt að nota fjórhjólaða vagna með tveimur hest-
um fyrir. Taka þeir um 600 kg af kúámykju, en sá galli
fylgir þeim, að ekki er hægt að hvolfa úr þeim eins og kerru,
heldur verður að moka áburðinum úr þeim. Þetta gildir um
fastan áburð.
Til þess að aka út þvngi eða öðrum foraráburði hafa verið
útbúin margs konar tæki. í fyrstu var oft ekið út í stömpum
og ausið úr þeim með fötum úti á túninu. Síðar voru smíð-
aðir forarkassar úr plægðum borðum, ol't þéttir með tjöru.
Slærð þeirra var svipuð og rúmgóður kerrukassi og aðeins
lítið op á þeiin að ofan, þar sem hægt var að fylla ])á. Sumir
liöfðu skilveggi, einn eða fleiri, í kassanum, sem náðu ekki
alveg niður að botni. Dró það úr hreyfingu lagarins, þegar
ekið var, hlífði þannig hestinum og minnkaði hættuna á því,
að vagninn ylti um. Aftan á kassanum voru oftast tvö op
jneð tappa i. Fyrir neðan þau voru járnplötur eða trékassi
með götum, er dreifðu leginum. Neðan i kassann voru festir
krókar eins og á venjulegum kerrukassa, svo að hægt var að
krækja honum á kerrugrindina. Sumir festa tunnur úr tré
eða stáli á kerrugrind. Stáltunnurnar eru endingargóðar, en
nokkuð háfermdar, þegar um mishæðir eða hallandi tún er
að ræða.
Beztu tækin til þessara nota eru erlendar ámur, langar og
sivalar. Þær taka 400—1000 I, eru 2—3 m langar og 55—75
cm viðar. Þær eru aðallega ætlaðar fyrir l'jórhjólaða vagna,
því að jafnvel þær minnstu eru ofviða kerrum.
b. Dreifing. Aldrei skyldi mokað ár búfíáráburði í ööru
vcðri cn regni (og helzt kyrru veðri og köldu), sé þess nokk-
ur kostur. Þetta er mjög mikilvægt atriði, sem verður skilj-
anlegt, þegar athuguð er hin öra uppgufun stækjunnar, sem
á sér ávallt stað, þegar hreyft er við búfjáráburði. Regn-
vatnið leysir stækjuna upp og ber hana niður i jarðveginn.
Víðast mun vera hægt að velja regn við úrmokstur, ef menn
hafa það í huga og borið er á að haustinu í þurrviðrasainari
sveitum.
Engar tilraunir hafa verið gerðar með það hér á landi,
hvort helra sé að moka smátí úr eða stórgert. Við Aarslev
sýndi það sig, að uppgufun stækjunnar var meiri, þegar
mokað var smátt úr, og í samræmi við það var uppskeran