Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 110
108
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
það vera hentugt að nota köfnunarefnis- og fosfórsýruábiirö
með búfjárábnrði. Köfnunarefnisáburðurinn er nauðsynlegur
til þess að vega upp á móti því tapi á köfnunarefni, sem ávallt
verður úr búfjáráburði, og fosfórsýran vegur á nióti þeim
missi, er verður, er hún gengur i torleyst sambönd i jarðveg-
inum.
Eftirfarandi tilraun er frá Eiðum. Gefur hún nokkuð til
kynna, hvernig þar hefur reynzt að nota saman húfjáráburð
og tilbúinn áburð.
Tilraunaliðirnir eru þessir:
1. Kúamykja 45000 kg á ha.
2. Kúamylcja 22500 kg á ha + 225 kg þýzkur saltpétur +
187,5 kg superfósfat (20%) + 150 kg kalíáburður (37%).
3. Eins og nr. 2, nema ekkert kalí í tilbúnum áhurði.
Uppskeran var þessi, meðaltal 1932—-1941:
Nr. 1 35,6 heslb. af ha
— 2 50,1 —----------
— 3 50,4 —
Kúamykjan verkar mjög illa, og virðist uppskeran vera rýr
af öllum reitunum, borið saman við áburðarmagnið. En það
er athyglisvert, að jurtirnar virðast fá nóg af kalí i kúamykj-
unni, því að þriðji tilraunaliður gefur sömu uppskeru að
kalla og annar liður. Tilraunin bendir því í sömu átt og til-
raun Búnaðarfélagsins í Reykjavík, að hentugt sé að bera á
köfnunarefnis- og fosfórsýruáburð með búfjáráburði, en að
kalíþörf jurtanna sé fullnægt með t. d. hálfum skammti af
búfjáráburði.
Þess hefur þegar verið gelið, að 15000 kg á ha muni vera
nálægl meðalbreiðslu á tún hér á landi. En því fer fjarri, að
hægt sé að kalla þetta mikinn áburð, einkum þegar þess er gætl,
að áburðurinn er oft slælega hirtur og illa með hann farið í
notkuninni. Uppskeran fer Hka eftir því. 35—40 hestburðir
af ha er uppskera, sem bændur eiga elcki að gera sig ánægða
með, og ekki er vafi á því, að oft mun borga sig betur að hafa
áburðarskammtinn stærri, t. d. 20—23 þús. kg á ha (nál. 20—
23 kerruhlöss á dagsl.). Svo mikinn áburð hafa þó vfirleitt
þeir bændur einir, sem eiga heyskap á miklum og góðum
engjum. Hinir verða að láta sér nægja að bera minna á eða
kaupa til viðbótar tilbúinn áburð. Er hér aðallega um þrjá
kosti að velja: