Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 72
70
BÚFRÆÐINGU RINN
nokkurn veginn, hvað 300 og 500 kg mundu hafa gefið. Einnig má eftir
líkingunni í slíku tilfelli reikna úl magn aSgengilegrar jurtanæringar
i jarðveginum.
Hér skulu sýndar tvær danskar tilraunir, sem lögmálið um minnk-
andi vaxtarauka kemur greinilega fram i. Sú fyrri er kertilraun frá
danska landbúnaðarháskólanum með tilbúinn áburð (hafrar), en sú
síðari frá Askov, meðaltal fyrir árin 1898—1907, og er liún mcð bú-
fjáráburð.
Köfnunarefni, g á ker 0 % 1 2 3 4 5 7 8 10
Uppskera, burrefni g 4,9 29,5 50,8 106,2 121,9 120,3 114,7 101,5 83,8 08,6
Uppskeran stígur ört i byrjun og allt til 3 g köfnunarefnis á ker, en
])að svarar til um 4000 kg saltpéturs á ha. Þá er uppskeran um 122 g
þurrefnis á ker, en það svarar til um 250 hestburða. al' heyi á ha. Bæði
áburður og uppskera hefur þvi orðið m jög mikið, áður en liámarki var
náð.
I Askovtilrauninni er áburðarmagninu stillt í hóf og mcira í sam-
ræmi við j>að, sem almennt gcrist. Bórnir voru á 3 skammtar af búfjár-
áburði og hcill skamintur talinn 9000 kg á lia. Þetta er mjög lítill áburð-
ur, cnda er vaxtaraukinn eftir hann ekki meira en rúmar 1000 fe, en það
samsvarar um 20 liestburðum af hcyi. % skammtur er 4500 kg og lVí
skammtur 13500 kg.
Áburðarmagn 0 V2 1 1 V2
Uppskera, fe .. 2170 2890 3250 3530
Hlutfallstölur uppskeru 100 133 150 163
Vaxtarauki, fe 720 1080 1360
Ilo fyrir hvern % skammt áburðar . . 720 360 280
Do fyrir 1000 kg áburðar 160 120 101
Fyrsti áburðarskammturinn (4500 kg) gefur mestan vaxtarauka, eða
720 fe, sá næsti (4500 kg) gel'ur 360 fe vaxtarauka og sá siðasti 280 l'e
vaxtarauka. Og í samræmi við þetta sýnir neðsta lína töflunnar, að eftir
hver 1000 kg áburðar minnkar vaxtaraukinn úr 160 fe niður í 101 fe. í
þessari tilraun keinur lögmálið um minnkandi vaxtarauka mjög greinilega
fram, jafnvel ]>ótt áburðarmagnið sé lítið.
Hjá Ræktunarfélagi Norðurlands á Akureyri hafa verið gerðar
tilraunir með vaxandi skammta af tilbúnum áburði. Sumar þeirra
fara í sömu átt og hinar dönsku tilraunir, en aðrar sýna nokkuð
annan árangur, og skulu tvær þeirra síðarnefndu sýndar hér:
Meðaltal 1925—1927, gömul sáðslétta i órækt. Heill skammtur
áburðar var 012 kg af saltpétri, 816 kg al' superfosfati og 408 kg af
kalíáburði.
Vr skammtur gaf vaxtarauka 19,1 hestburð = 100
1 — — — 37,5 — = 196
Það má heita svo, að síðari liálfi skammturinn gefi jafnmikinn
vaxtarauka og sá fyrri.
Meðaltal 1929—1933 á sama stað, mismunandi magn af köfnunar-
efnisáburði. Allir reitirnir fengu jafnmikið af fosfórsýru og kalí.