Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 18
1()
BÚFRÆÐINGURINN
ínissist, er fyrst og fremst vatn og lifræn kolefnissambönd, en einnig
köfnunarefnissambönd og steinefni. Venjulegast tapast tiltölulega
minna af jurtanærandi efnum en öðru, og þar af leiðir, að gamall
úbnrðnr er hlutfallslega auffiigri af nœringarefnum en mjr.
Auk þeirra efna, sem áður eru talin, finnst i búfjáráburði 0,1't
—0,38% af kalki (CaO), 0,13—0,23% af magníum (MgO), ca.
0,15% brennisteinssýra (SOJ og 0,2% klór (Cl).
Efnasamsctning áburSar gctur verið mjög misjöfn í'rá sama einstakl-
ingi. Þetta sýna mcðal annars danskar tilraunir frá 1906. Mcðan tilraunin
stóð yfir, fannst köfnunarefni í saur mest 0,42%, minnst 0,25% <>g í þvagi
mest 1,04% og minnst 0,23%. í þessum söinu tilraunum reyndist magn
saursins frá 15,37 upp í 34,36 kg á dag og magn þvagsiiis frá 7,08 upp
i 23,99 kg.
IV. Atriði, sem hafa úhrif á efiiasamsetningu
húfjáráburðar.
Taflan á 10. bls. sýnir, að allmikill munur er á efnasam-
setningu áburðartegundanna. En slíkur munur kemur einnig
fram innan hverrar tegundar búfjár, og úr sömu skepnu
getur áburðurinn verið mjög misjafn að samsetningu, eins og
áður er sagt. Það eru aðallega tvö atriði, sem liafa áhrif í
þessu efni, þótt fleiri komi til greina, en það eru fóður dýr-
anna og afurðir Jieirra.
Fóðrið. Það er gömul og ný reynsla, að slæmt fóður gefur
efnasnauðan áburð, en goti fóður næringarríkan áburð að
öðru jöfnu. Þetta atriði hefur ekki verið rannsakað hér á
landi, og skulu því sýndar danskar tilraunir frá Aarslev:
Tilraunakúnum var skipt í tvo flokka. Annar þeirra var fóðr-
aður í meðallagi eða tæplega það, og var hann kallaður A-flokkur.
í hinum flokknum (B-flokknum) fékk hver kýr daglcga 1% kg af
olíukökum fram yfir kýr A-flokksins, og var það talið nokkuð
meira en meðalfóðrun. Áburðurinn var efnagreindur og veginn
og ábrif hans á uppskeruna alhuguð með lilraunum. Meðalefna-
magn áburðarins árin 1911—1920 var sem hér segir, talið í % :
Saur Þvag
Köfn.ct'ni Fosf.sýra Kalí Köfn.efni Fosf.sýra Kali
A-flokkur . . . 0,41 0,24 0,36 0,48 0,008 1,37
B-flokkur .. . 0,47 0,30 0,38 0,71 0,01 1,35
Það er atliyglisvert, að áhrifa fóðursins gætir langmest í köfnunar-
efni þvagsins. 1 saurnuin breytist l'osfórsýran mest, en köfnunarefnið
einnig nokkuð.
Áburðarmaijnið breyttist lika með fóðruninni, cins og næsta tafla
sýnir: