Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 36
34
B Ú F ii Æ Ð I N G U R 1 X N
gerla sem aðra, en í kúamykju er rakinn það mikill, að hann
seinkar nokkuð starfsemi þeirra.
Nœrinr/. Stækjumyndandi gerlar þurfa lífræn efni til næringar,.
en af þeim er nóg í áburðinum.
Það sést á því, sem nú hefur verið sagt, að í úburðinum hafa
gerlarnir yfirleiit hentugan raka, nóga næringu og oft nægilegt
loft. Hitinn er mestum breytingum háður. Myndun stækjunnar
(og ýmsar aðrar efnabreytingar) fer því fram í allstórum mæli-
kvarða í búpeningshúsum og í áburðargeymslum yfir sumar-
tímann, enda kannast flestir við stækjulyktina í húsum, þar sem
búfé er inni og í áburðargeymslum.
Er stækjumyndunin i áburðinum skaðleg? Þessari spurningu er
erfitt að svara almennt. Stækjan er mjög auðlevst og golt jurtanær-
andi efni, og í jarðveginum þurfa öll flóknari köfnunarefnis-
sambönd að breytast í stækju (og síðan í saltpéturssýru), áður en
þau geta komið jurtunum að gagni sem næring. Hins vegar getur
slækjumyndunin verið skaðleg vegna þess, hve rokkennd stækjan
er. Það er því mjög undir kringumstæðum komið, hvort telja
ber myndun stækjunnar í áburðargeymslunum gagnlega eða skað-
lega.
Þegar stækjumyndun fer frain í j>vagi, sem cr geymt i loft-
og lagarheldri safnj>ró og er síðar borið á í rigningu, þannig að
stækjan leysist upp í regnvatninu og sigur niður í jarðveginn,
má telja myndun hennar gagnlega. Þegar hún hins vegar á sér
stað í föstum áburði, þar sem engin sérstök efni, hvorki íburður
eða annað, er til að binda hana, þá má búast við, að hún við út-
akstur, úrmokstur og ávinnslu rjúki í burtu að miklu leyti úr
áburðinum, og er þá gagnslitið, þótt við efnarannsóknir sé hægt
að sýna fram á, að áburðurinn í geymslunni hafi verið auðugur
af henni. Undir þeim kringumstæðum er myndun stækjunnar
skaðleg, og betra væri, að stækjumyndunin færi ekki fram fyrr en
síðar úti í jarðveginum. Ekki er víst, að myndun stækju sé ávallt
skaðleg i föstum áburði. Ef hann er troðinn vel saman, geymdur
í súglitlum húsum, borið er á og mokað úr í rigningu, þá dregur
þetta allt mjög úr tapi stækjunnar, og hún kemur jurtunum að
gagni. Sama er að segja, ef liægt er að blahda áburðinum fljótt
saman við moldina, t. d. í nýrækt og görðum, eða bera hann undir
þökur eða plógstrengi.
Efnabreytingar þær í áburðinum, sem hefur að nokkru verið
lýst og orsakast af rotnunargerlum, ná meira eða minna til allra
lífrænna sambanda lians. Við þær myndast venjulega allmikitl hiti,
og getur hann komizt upp í 50—60° og jafnvel þar yfir. Tekur
])á ein tegund gerla við af annarri, og klofnun hinna lifrænu
sambanda verður því örari sem liitinn kemst hærra upp. Að síð-